Eyfirsk einmunatíð nýtist vel til skógarstarfa
Tíðarfar undanfarið hefur nýst vel til framkvæmda á svæðum Skógræktarfélags Eyfirðinga og útlit fyrir að framhald verði á.
Tíðarfar undanfarið hefur nýst vel til framkvæmda á svæðum Skógræktarfélags Eyfirðinga og útlit fyrir að framhald verði á.
Heildarumferð ársins 2025 á milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var 846.918 ferðir sem jafngildir 2.320 ferðum að meðaltali á dag. Þetta er aukning um 7,6% á milli ára. Ársaukning á ferðum í gegnum göngin var 3,3% en 22% um Víkurskarð. Hlutfall umferðar um göngin var 74% en var 77% árið 2024.
Svalbarðsstrandarhreppur fékk nýverið afhent iðnaðarhús í Borgartúni. Kaupin eru hluti af heildstæðri framtíðarsýn um betri nýtingu húsnæðis og markvissa uppbyggingu þjónustu sveitarfélagsins.
Þórhallur Jónsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér í 2-3 sæti í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar n.k vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla og er svohljóðandi:.
Níu nemendur brautskráðust frá MA í lok haustannar. Sjö þeirra voru við brautskráningu í dag, 9. janúar, en tvær stúlkur voru flognar af landi brott. Athöfnin var á Miðsal í Gamla skóla þar sem útsýnið var fagurt á þessum fallega vetrardegi. Skólameistari flutti stutt ávarp og Íris Ísafold konsertmeistari skólans spilaði tvö lög.
Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft?
Vel tekið á móti nemendum í Sjávarútvegsskóla GRÓ sjötta árið í röð
Það fór ekki framhjá neinum að desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið.
Bolfiskveiðar ísfisktogara Samherja gengu almennt vel á nýliðnu ári.
„Þetta verður kærkomin viðbót og bætir okkar aðstöðu,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN, sem samið hefur um stækkun stöðvarinnar, en viðbótarrými verður tekin í notkun í apríl í vor.
Sýningin Kafteinn Frábær verður sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri 17. og 18. janúar n.k. í leikstjórn Hilmis Jenssonar.
Skíðafólk getur tekið gleði sína á nýjan leik á morgun föstudag þegar hægt verður að stunda skíðaíþróttina aftur eftir hitabylgjuna sem reið hér yfir á dögunum og bræddi allan snjó.
Samherji hefur gengið frá kaupum á 49% eignarhlut í norska framleiðslufyrirtækinu Berg LipidTech AS í Álasundi. Félagið framleiðir lýsi fyrir heildsölumarkað, einkum úr þorskalifur og laxi, og selur afurðir sínar um allan heim. Kaupin skapa tækifæri til frekari fullvinnslu aukaafurða Samherja samhliða því að efla samkeppnishæfni Berg LipidTech í gegnum stöðugra framboð á gæðahráefni. Með fjárfestingunni kemst Samherji lengra í virðiskeðju sjávarútvegsins.
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Slökkvilið Akureyrar sinnti heldur fleiri sjúkraflutningum á liðnu ári samanborið við árið á undan.
Í gær var tilkynnt hvaða einstaklingar hefðu hlotið sæmdarheitin Íþróttakona og Íþróttakarl hjá Þór árið 2025. Í kvennaflokki var fótboltakonan Hulda Björg Hannesdóttir kjörin og er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur viðurkenninguna. Í karlaflokki var það fótboltamaðurinn Sigfús Fannar Gunnarsson sem var kjörinn og er það einnig fyrsta skiptið sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.
Guðni Arnar Guðnason, sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstöðulæknir lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri í fjarveru Guðjóns Kristjánssonar. Að hans sögn eru tækifærin mörg þegar kemur að frekari uppbyggingu lyflækninga á SAk en jafnframt áskoranir sem snúi fyrst og fremst að mönnun og að tryggja þekkingu til framtíðar.
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.
Um áramótin taka nýir eigendur við Jónsabúð. Jón Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir hafa nú selt reksturinn og nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Búðin verður lokuð 2. janúar, en opnar laugardaginn 3. janúar og verður síðan opin með sviðuðu sniði og verið hefur.
Búið er að koma fyrir gám fyrir flugeldarusl á Húsavík, gámurinn er staðsettur niðri á Hafnarstétt. Íbúum er velkomið að nýta sér hann.
Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og lífið færist aftur i fastar skorður. Eitt af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.
Í Einholti á Akureyri býr sannkölluð jólafjölskylda. Jólaandinn hefur fylgt heimilinu árum saman og gert það að litríkum og hlýjum heimkynnum þar sem rótgrónar hefðir, samvera og ilmandi jólamatur mynda ómissandi hluta hátíðarinnar.
Um áramót tóku gildi breytingar á gjaldskrám Norðurorku. Þessar hækkanir koma til ,,vegna greiningar á rekstrarkostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana"
Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025. Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.
Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.