„Öll fyrirtæki, bændur, ylræktar-og grænmetisbændur sem eru í matvælaframleiðslu fái raforku á stóriðjuverði“

Björgvin E. Vídalín er oddviti flokksins í NA-kjördæmi.
Björgvin E. Vídalín er oddviti flokksins í NA-kjördæmi.

Vikublaðið heldur áfram oddvitaspjallinu fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Nú er komið að Frjálslynda Lýðræðisflokknum en það er Björgvin E. Vídalín sem er oddviti flokksins í NA-kjördæmi.

Björgvin er fæddur í Reykjavík, en er Vestfirðingur að upplagi. „Allt mitt fólk eru Vestfirðingar, Frá Önundarfirði til Jökulfjarða. Til níu ára aldurs ólst ég upp í Skerjafirðinum, eftir það í Kópavoginum.

Ég er búsettur í Borgarfirðinum. Einhleypur, á tvíburasyni og dóttur, fimm barnabörn.

-Hver eru þín helstu áhugamál?

Áhugamálin eru lífríkisjávar á grunnsævi og náttúra Íslands. Heilbrigt og gott líf fyrir unga sem aldna.

-Af hverju ætti fólk að kjósa Frjálslynda Lýðræðisflokkinn?

Ef kjósendur vilja í hjarta sínu breytingar til batnaðar í íslensku þjóðfélagi, þá er Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn besti kosturinn, Við höfum engan drösul að draga, eða marg svikin loforð eins og hinir flokkarnir níu.

Hverjar eru ykkar áherslur?

Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn, metur frelsi einstaklingsins mikils með sem minnstum afskiptum ríkisins. Við munum hækka persónuafslátt í 100.000 krónur og hafa skattleysismörk 300.000 krónur. Allar skerðingar afnumdar. Frjálsar handfæraveiðar, löndun afla í heimahöfn og sjómenn geti selt fisk beint frá báti. Við munum berjast gegn spillingu sem nagar þjóðfélagið innan frá, og lækka skatta. Við segjum nei við Evrópusambandinu, hálendisþjóðgarði, núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, orkupakkamálum og sölu ríkiseigna. Stoppa eignasöfnun erlendar og innlendra aðila á hlunnindajörðum. Auðlindir Ísland verð ævarandi eign þjóðarinnar skráð i stjórnarskrá lýðveldisins, og beint lýðræði.

-Hvernig má hlúa betur að brothættum byggðum á svæðinu?

Húsnæðisskortur er stóra vandamálið. Endurvekja þarf félagslegahúsnæðiskerfið með samvinnu ríkisinns, sveitarfélaga og verkalýðshreyfingarinnar. Einn þriðji af íbúðarhúsnæði sem er í boði þarf að vera á kostnaðar verði í félagslega kerfinu. Fyrirmyndina er að finna í flestum borgum Evrópu og hefur staðist dóm reynslunnar í nær heila öld. Góðar samgöngur þurfa að vera til staðar svo austurhluti kjördæmisins geti kallast eitt atvinnusvæði. Það þarf aðeins 10 milljónir upp á að búið sé að full fjármagna Seyðisfjarðargöngin, svo Vegagerðin geti boðið verkið út. Árið 2007 þá var lofað heilsárs Axarvegi í sárabót fyrir tapaðar aflaheimildir. Í dag er staðan þannig, að ríkisstjórnin er í samstarfsverkefni með fjárfestu sem tefur málið að sögn Vegagerðarinnar. Einnig er brýnt að ný Múlagöng verði sett í farveg sem fyrst, og hringvegur verði gerður um Skriðdal.

Það þarf að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Hugmynd okkar er sú að öll fyrirtæki, bændur, ylræktar-og grænmetisbændur sem eru í matvælaframleiðslu fái raforku á stóriðjuverði. Ásamt frumkvöðlum og þeim sem eru í atvinnuskapandigreinum. Nota á fjarfundartæknina til náms og atvinnutækifæra. Styrkir til landbúnaðar fari á lögbýli ekki afurð. Það gefur ábúanda frelsi til að vinna að þeirri framleiðslu sem hentar best hverjum ábúanda sem og hentar best á þeirri jörð sem búið er á. Þetta er góð byggðastefna.

Til að brothættar byggðir geti braggast þarf stór átak í heilbrigðismálum og heilsugæslu. Sérfræðilæknar og hjúkrunarfræðingar þurfa að ver til staðar. Það sem þarf að gera svo þetta verði að veruleika, þarf gott húsnæði og nýjan tækjakost. Einnig munu frjálsar handfæraveiðar og breyttar áherslur varðandi landbúnað gera mikið, sem og húsnæði á viðráðanlegu verði.

-Hvar liggja helst sóknarfæri hér í landshlutanum?

Sóknarfærin eru helst í ferðaþjónustu og breyttum búvörusamningi. Fjölga þarf námi í iðngreinum og gera flugvellina að alþjóðaflugvöllum, ekki neyðar-eða varaflugvellir.

 

 


Athugasemdir

Nýjast