Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði
Verði tillaga meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis samþykkt mun mjög umdeilt innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa lækkað úr frá því sem fyrirhugað ásamt því að fallið verður frá afnámi tollfrelsis skemmtiferðaskipa í innanlandssiglingum.
Hollvinasamtök Sjúkrahúsins á Akureyri ásamt starfsfólki SAk standa fyrir skemmtilegri uppákomu á Glerártorgi á morgun laugardaginn 6 des. frá klukkan 13 til 15.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur tilkynnt niðurstöðu í fjárfestingátaki þar sem sjónum var beint að ungum sprotafyrirtækjum. Fjárfest er í 11 sprotafyrirtækjum, þar af eru tvö frá Norðurlandi; Grænafl og Sea Thru ehf., en bæði fyrirtækin eru þátttakendur í Hlunninum, ársprógrammi Driftar EA.
Hörður hefur verið reglulegur styrktaraðili við félagið í gegnum árin. En styrkina veitir hann til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010. Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar.
Kjarnafæðismótið í fótbolta hefst í dag með leik Þór/KA og Dalvíkur, leikið verður í Boganum og flautað til leiks kl 18.30
„Í uppsiglingu er skipulagsslys á tjaldsvæðisreitnum,“ segir Jón Hjaltason bæjarfulltrúi á Akureyri um Tjaldsvæðisreitinn svonefnda. Jón situr í skipulagsráði og er óflokksbundinn. Fjallað var um tillögu að útboðsskilmálum fyrir lóðir innan svonefnds Tjaldsvæðisreits á fundi ráðsins á dögunum, en afgreiðslu var frestað. Kveðst Jón margoft hafa bent á það sem kann kallar skipulagsslys í bókunum áður.
„Við erum að skoða mögulegar staðsetningar,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. „Sýslumaður vill fá hann færðan.“
Skíðafólk í bænum kætist liklega svo um munar í dag því búið er að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eins og fram kemur á Facebooksíðu Hlíðarfjalls.
Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við vöfflujárnin í desember og nú eru það þrír föstudagar 5. 12. og 19 desember sem Þórsarar bjóða heim í Hamar.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur tilkynnt niðurstöðu í fjárfestingátaki þar sem sjónum var beint að ungum sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn auglýsti átakið í september og október síðastliðnum. Alls sóttu 88 félög um fjárfestingu sem er rúmlega 20% aukning frá fyrra átaki árið 2023. Eftir ítarlegt valferli voru ellefu félög valin úr hópi umsækjenda og mun NSK fjárfesta í þeim fyrir samtals um 300 milljónir króna. Eitt af skilyrðum átaksins er að félögin tryggi sér a.m.k. sömu upphæð frá einkafjárfestum. Samanlagt mun fjárfesting NSK og einkafjárfesta því verða að minnsta kosti 600 m.kr. í þessum ellefu félögum.
Föstudagskvöldið 5. desember næstkomandi munu Umskiptingar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýna JÓLAGLÖGG í Samkomuhúsinu á Akureyri. Um er að ræða glænýja grínsýningu um jólin og allt ruglið sem getur fylgt þeim. Þetta er jólasýning fyrir fullorðna sem enginn má missa af.
Listdansskólinn Steps Dancecenter býður bæjarbúum á Akureyri og nágrenni til stórbrotinnar dans- og leikhússýningar sunnudaginn 7. desember þegar nemendur skólans stíga á svið í sýningunni „Þegar Trölli stal jólunum“. Sýningin er fjölskylduvæn og sameinar dans, leikræna tjáningu og heillandi jólastemningu í einu heildstæðu sviðsverki sem höfðar jafnt til barna og fullorðinna.
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna lokunar á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Nú þegar hefur um helmingi plássa verið lokað og finnum við strax fyrir auknu álagi vegna þessa.
Bæjarráð Akureyrar hefur áhyggjur af þróun endurhæfingarþjónustu á svæðinu sem og þeim mönnunarvanda sem virðist blasa við í heilbrigðiskerfinu. Hefur bæjarráð óskað eftir samtali við fulltrúa Sjúkrahússins á Akureyri og Háskólans á Akureyri vegna málsins.
Í kjölfar hinna miklu og jákvæðu tíðinda um styrkingu flutnings- og dreifikerfis raforku á Norðausturlandi sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, kynnti á fundi á Þórshöfn þann 6. nóvember sl. hittust forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags og orkufyrirtækjanna Qair Ísland og Arctic Hydro á fundi á Húsavík í gær, 2. desember. Orkufyrirtækin starfrækja nú þegar tvær virkjanir á svæðinu, sem eru vatnsaflsvirkjanirnar Köldukvíslarvirkjun (2,65 MW) í Tjörneshreppi og Þverárvirkjun í Vopnafirði (6 MW). Ennfremur eru félögin með allnokkra virkjanakosti í þróun og eru þeir m.a. vindorkukosturinn Hnotasteinn (216 MW) í Norðurþingi, ásamt vatnsaflskostunum Árskógsvirkjun (5 MW) í Dalvíkurbyggð, Tunguárvirkjun (2 MW) í Þistilfirði og Staðarárvirkjun (1 MW) í Bakkafirði auk þróunarkosta í Eyjafjarðarsveit.
Ný akureyrsk plata kemur út laugardaginn 6. desember. Það er platan Í ísbúð/Radość życia. Á henni er tónlist eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Flytjendur eru Corpo di Strumenti og (N)ICEGIRLS: Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Brice Sailly og Steinunn sjálf.
Fab-Lab smiðjan á Húsavík fékk nýverið rausnarlega gjög frá GPG seafood en fyrirtækið færði smiðjunni stórglæsilega laser skurðarvél sem getur skorið í málma
Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.
Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA fór fram við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri 1. desember s.l. en þetta er í 92. sinn sem sjóðurinn veitir styrki. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og af ýmsum toga og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum.
Árlegt höfundakvöld á Amtsbókasafninu verður fimmtudaginn 4. Desember kl 20:00. Til leiks mæta sex rithöfundar til að kynna bækur sínar. Það eru þau Óskar Þór Halldórsson með bókina Akureyrarveikin, Nína Ólafsdóttir með bókina Þú sem ert á jörðu, Þórunn Rakel Gylfadóttir með bókina Mzungu, Páll Björnsson með bókina Dagur þjóðar, Sesselía Ólafs með bókina Silfurberg og Arna Lind Viðarsdóttir með barnabókina Kvíðapúkinn.
Núna á haustönn hefur nemendafélagið Þórduna selt VMA-peysur og hefur salan gengið vel. Ekki síst hafa bleiku peysurnar runnið út en þegar salan hófst í september sl. ákvað stjórn Þórdunu að allur ágóði af sölu á þeim rynni til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.
Jólatorgið var opnað á laugardaginn þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Opið var frá kl. 15-18 bæði laugardag og sunnudag og verður torgið opið allar helgar fram að jólum.
Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE skrifaði í gær í grein sem birtist á visir.is skrif hennar má lesa hér að neðan:
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Dr. Hilal Sen, dósent við Sálfræðideild, er vísindamanneskja nóvembermánaðar.
Ég er trassi í eðli mínu og þakka guði fyrir það! Vegna þessa eiginleika er ég frekar drusluleg í háttum. Ég hef lítinn áhuga á tískufatnaði, endurnýjun húsgagna, bíla, tiltekt eða rétta mataræðinu. Allt sem talið var að prýða mætti góða húsmóður hér í eina tíð er ekki minn tebolli.