Níu nemendur brautskráðust frá MA í dag
Níu nemendur brautskráðust frá MA í lok haustannar. Sjö þeirra voru við brautskráningu í dag, 9. janúar, en tvær stúlkur voru flognar af landi brott. Athöfnin var á Miðsal í Gamla skóla þar sem útsýnið var fagurt á þessum fallega vetrardegi. Skólameistari flutti stutt ávarp og Íris Ísafold konsertmeistari skólans spilaði tvö lög.