Kokkar og þjónar á Múlabergi skipta um hlutverk
,,Ég þori eiginlega að fullyrða það að þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi og ég veit svo sem ekki til þess að þetta hafi verið gert annars staðar í heiminum. Enda er þetta auðvitað alveg galin hugmynd,“ segir Ingibjörg Bergmann veitingastjóri á Múlabergi en þar verður viðburðurinn Flotið 2.0 haldinn annað kvöld fimmtudagskvöldið 29. janúar.