Lögreglan vill að við höfum varan á

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér viðvörun til okkar  sem hér búum vegna hvassveðurs sem búast má við að skelli á hér á okkar slóðum eftir sólarhring og ef spár rætast mun veðrið ekki ganga niður fyrr en um miðjan jóladag!

Eða eins og segir í áðurnefndri viðvörun:

Lesa meira

Öll skip Samherja í höfn og komin í jólabúning 22.12.2025

 

Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.

Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.

Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.

Ísfisktogarar félagsins fara svo í stutta túra milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun nýs árs.

Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík. Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.  

Vilhelm Þorsteinsson við bryggju á Akureyri / mynd: Axel Þórhallsson.

 

www.samherji.is sagði fyrst frá

Lesa meira

Árlegt jólabað jólasveinanna í Dimmuborgum

Jólasveinarnir í Dimmuborgum hefja aðventuna á sérstakan hátt á hverju ári með skipulögðu jólabaði í Jarðböðunum við Mývatn. Viðburðurinn fer fram fyrsta laugardag í desember og er orðinn fastur liður í jólahaldi á svæðinu. Þeir sem vilja fylgjast með eða taka þátt þurfa að panta miða sérstaklega, því þetta er skipulagt og tímastillt bað sem hefst klukkan 16.

Lesa meira

easyJet kynnir Norðurland í breskum miðlum

Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.

Lesa meira

Samningur milli Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur undirritaður

Með samningnum er markmiðið að tryggja áfram stöðugleika í starfsemi Golfklúbbs Húsavíkur, efla aðstöðu og skapa góðar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu

Lesa meira

Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju

Jólagrautur og sætur spuni á jólatónleikum Hymnodiu sem eru orðnir ómissandi hluti af jólahefðum margra að kvöldi 22. desember þegar kominn er tími til að hægja ferðina í jólaamstrinu.

Lesa meira

Penninn á lofti þegar Akureyrarbær skrifaði undir samninga við Akur og ÍBA.

S.l. föstudag var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Markmið samningsins er að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins. Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritaði fyrir félagið.

Lesa meira

73 brautskráðir frá VMA s.l. föstudag

Sjötíu og þrír nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi s.l föstudag.

Lesa meira

Jólaball Skógræktarfélagsins-karamella og köngull!

Það verður glaumur og gleði, gott rjúkandi ketilkaffi og nánast ómótstæðilegt skógarkakó, jólasveinar og heil hljómsveit á hinni árlegu jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga, karamellu og köngul sem haldin verður í Kjarnaskógi á morgun sunnudaginn 21. des kl 15:45 til 17:00. 

Lesa meira

Á vakt um jólin

Fyrir marga snúast jólin um að vera með fjölskyldu, borða góðan mat og opna pakka en jólin eru þó ekki eins hjá öllum. Kristjana Freydís Stefánsdóttir, nemi í HA og lögreglumaður á Akureyri, var einmitt með öðruvísi jól í fyrra en þá var hún á kvöldvakt hjá Lögreglunni á Akureyri og ætlar að endurtaka leikinn í ár.

Lesa meira

Björgunarsveitin Súlur er tilbúin allan ársins hring

Jólin og áramótin hafa eflaust verið annasöm hjá Björgunarsveitinni Súlum í flugeldasölu en sveitin er mjög skipulögð allan ársins hring.

Lesa meira

Ævintýrin sem enda vel eru best ! - Snorkstelpan okkar snýr aftur

Síðastliðið sumar reis múmínhús í Ævintýralundinum í Kjarnaskógi. Ungir og aldnir glöddust en stormur í vatnsglasi brast á og kvittur um ólögmæti framkvæmda, brot á höfundarrétti, fyrirhugaðar málsóknir rétthafa osfrv barst út, kyntur upp af virðulegum fjölmiðli úr borginni á smelluveiðum.

Lesa meira

Ertu ekki með hagar hendur?

Hildur Eir Bolladottir prestur við Akureyrarkirkju segir frá þvi  í dag að skemmtilegt verkefni sé farið í gang í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og  allt sem vanti núna séu fleiri hagar hendur

Lesa meira

Sunna og Unnar íshokkífólk ársins á Íslandi

Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.

Lesa meira

Norðurþing - Ekki fleiri atvinnulausir síðan í Cóvid-19

Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað ekki á óvart vegna lokunnar PCC.  

Lesa meira

,,Ég er kominn hingað til að vinna titilinn"

Nýjir þjálfarar, leikmenn og styrktaraðili kynntir á notalegri kvöldstund Völsungs

Lesa meira

„Skiptir mestu að gestirnir okkar viti nákvæmlega hvað þeir fá“

Veitingastaður í Mývatnssveit í úrslit í alþjóðlegri keppni

Lesa meira

ATH! Mjög mikið álag er á bráðamóttöku SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri vill ítreka að mjög mikið álag er á bráðamóttökuna þessa dagana og ákaflega mikilvægt er að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700.

Lesa meira

Odddfellowar styrkja starf Bjarmahlíð

Í  vikunni sem leið veittu Oddfellowstúkurnar á Akureyri Bjarmahlíð veglegan styrk upp á 1.950.000 krónur.

Lesa meira

Nýtt Upphaf ráðgerir framboð fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor

Nýtt Upphaf býður fram fyrir norðan. Nýtt Upphaf sprettur ekki úr skrifstofuherbergjum hefðbundna flokka, heldur úr samtölum milli fólks.

Lesa meira

Starfsfólk AK-INN, Leirunestis og Veganestis veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf

Starfsfólk AK-INN, Leirunestis og Veganestis veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf að upphæð 200.000 kr.

Lesa meira

Gagnaver atNorth á Akureyri vann til virtra alþjóðlegra verðlauna

Gagnaversfyrirtækið atNorth vann umhverfisverðlaun Data Center Dynamics (DCD) fyrir nýstárlega og ábyrga hönnun gagnavers fyrirtækisins á Akureyri. Í þessum flokki atti atNorth kappi við þrjú önnur alþjóðleg gagnaversfyrirtæki. Þá var gagnaver atNorth á Akureyri líka tilnefnt í flokki gagnaversverkefna ársins í Evrópu.

Lesa meira

Bókarkynning Með frelsi í faxins hvin

Hjá bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Með frelsi í faxins hvin - Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni .

Bókin segir frá Hermanni Árnasyni frá Vík og Hvolsvelli sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. 

Lesa meira

Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið verði þekkt fyrir að taka vel á móti erlendu starfsfólki

Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar“. Það snýst um stuðla að samstarfi fyrirtækja og stofnana um hvernig megi best taka á móti starfsfólki sem er af erlendu bergi brotið. Samstarfsaðilar verkefnisins eru ásamt Akureyrarbæ, SÍMEY, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kjarnafæði Norðlenska og Bílaleiga Akureyrar.

Lesa meira

Lautin starfrækt í aldarfjórðung.

Laut, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, fagnaði á dögunum 25 ára afmæli sínu. Af því tilefni var haldin hátíð með veitingum og gleði.

Lesa meira

Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka

Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða verkefni þar sem móberg er þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu en Heidelberg kannar nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Félagið er með rannsóknarleyfi til að kanna efnisöflun á svæðinu ofan Bakka og í Grísatungufjöllum. Jafnframt hefur félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum við Jökulsá á Fjöllum.

 

Lesa meira

DriftEA fagnar eins árs starfsafmæli

DriftEA - Miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á Akureyri fagnaði eins árs starfsafmæli í síðustu viku í Messanum í húsnæði Driftar við Ráðhústorg.

Lesa meira