Höfundakvöld á Amtsbókasafninu
Árlegt höfundakvöld á Amtsbókasafninu verður fimmtudaginn 4. Desember kl 20:00. Til leiks mæta sex rithöfundar til að kynna bækur sínar. Það eru þau Óskar Þór Halldórsson með bókina Akureyrarveikin, Nína Ólafsdóttir með bókina Þú sem ert á jörðu, Þórunn Rakel Gylfadóttir með bókina Mzungu, Páll Björnsson með bókina Dagur þjóðar, Sesselía Ólafs með bókina Silfurberg og Arna Lind Viðarsdóttir með barnabókina Kvíðapúkinn.