Píluæðið heldur áfram á Húsavík
Völsungur með yfir hundrað iðkendur
Hrafnagilsbúið í Eyjafjarðarsveit var eitt af 12 hrossaræktarbúum sem fagráð í hrossarækt valdi til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.
Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Núverandi ríkisstjórn virðist þó ekki vera alveg sammála þessu sjónarmiði. Hún sér landið okkar í gegnum þröngan glugga höfuðborgarinnar. Þetta hefur þær afleiðingar að dregið er sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni, fjármunum er frekar beint að þéttbýlinu og reglur settar án þess að spurt sé hvernig þær snerta fólk sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins.
Norðurorka vekur athygli á svikapósti með fyrirsögninni Val á raforkusala, þar sem tilkynnt er um ógreiddan rafmagnsreikning. Í framhaldinu er viðtakanda boðið að smella á greiðslusíðu og slá inn kóða sem fylgir póstinum til að ganga frá greiðslu.
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.
Sigurður Eyjólfur er stúdent við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri og gaf út sína fyrstu bók á árinu sem ber heitið „Ég er ekki fullkominn“. Bókin fjallar um hamlandi kvíða sem Sigurður hefur tekist á við í gegnum árin.
Hann kynnti bókina í Pennanum Eymundssyni á Akureyri síðasta fimmtudag, þar sem viðtökur voru afar hlýjar.
Sýndarveruleikasýningunni Femina Fabula, sem stendur nú yfir í sal 08 í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur hlotið mikil og góð viðbrögð gesta safnsins og hafa yfir sjöhundruð manns borið hana augum á síðustu sex vikum. Sýningin byggir á hugmyndum sex sviðslistakvenna sem tjá kvenlega næmni og krafta með aðstoð sýndarveruleikagleraugna. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi verksins.
„Staðan er bara hreint út sagt ömurleg. Með þessari samvinnu erum við að bregðast við aukinni ásókn í aðstoð úr samfélaginu um þessar mundir og vonum svo sannarlega að við komust í gegnum þá þungu mánuði sem fram undan eru,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Norðurlandi. Tvö mannúðarfélög sem starfa á Akureyri og sinna Norðurlandi öllu hafa tekið ákvörðun um að láta reyna á samstarf sín á milli, en þetta eru félögin Matargjafir og NorðurHjálp.
Eitt af meginhlutverkum bæjarstjórnar er að byggja upp stöðugt, öflugt og framsækið samfélag þar sem íbúar og fyrirtæki dafna í góðu umhverfi til búsetu og rekstrar.
Á heimasíðu Akureyrar, akureyri.is má lesa að bærinn stefnir að því að útfæra svokallaða 3+30+300 meginreglu þegar kemur að skipulagi og þéttingu byggðar. Unnið er að undirbúningi með því að kortleggja stöðuna á Akureyri í dag.
Rammaskipulag fyrir svæði norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar var unnið áður en deiliskipulag Móahverfis hófst.
Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október síðastliðnum.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 og hvetur önnur sveitarfélög á Norðurlandi að gera slíkt hið sama. Hafa nokkur brugðist við og taka þátt.
Tónagjöf Hymnodiu og vina er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld en þeir hefjast kl. 20. Frumkvæðið að tónleikunum á Hannes Sigurðsson einn félaga úr Hymnodiu sem fékk félaga sína til liðs við sig í verkefnið. Hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og með því að efna til tónleikanna býður hann fleirum að leggja sitt af mörkum.
Út er kominn bókinn Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir emeritus og Áslaug Agnarsdóttir þýðandi. Þær eru s.s. barnabörn Klemensar, útgefandi er Sögufélagið
Um ræðir endurminningar Klemensar sem lýsa atburðarás sem hann lifði sjálfur og eru ritaðar frá hans sjónarhorni. Stóran hluta ævinnar stóð hann á miðju leiksviði sögu Íslands. Margt af því sem hann tók þátt í til telst til lykilatburða í Íslandssögunni og persónur sem hann átti í samskiptum við eru ýmsar þjóðkunnar. Endurminningar hans fjalla þó ekki aðeins um störf hans á vettvangi stjórnmálanna heldur eru þær einnig persónuleg frásögn af fjölskylduhögum, innilegri gleði og djúpri sorg.
Meðfylgjandi í viðhengi er samantekt á þeim hluta lífs hans sem hann og fólkið hans tengdist Akureyri og Eyjarfirði, word skjal. Sem og mynd af kápu og mynd af kápu og Klemensi sjálfum og enn önnur fjölskyldunni tekin á Ak.
Nemendur á starfsbraut VMA í áfanganum Daglegur heimilisrekstur, sem Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og Inga Dís Árnadóttir kenna, efndu til nytjamarkaðar snemma í október þar sem seld voru notuð föt og ýmislegt annað gegn vægu verði.
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært dag- og göngudeild skurðlækna nýja gipssög. Gipssagir eru sérhannaðar til að saga eingöngu gifs án þess að særa húð.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tók þátt í Leiktu betur í liðinni viku. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna (e. improvisation) og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. – 9. nóvember.
Margrét Dana Þórsdóttir setur það síður en svo fyrir sig að sigla á móti straumnum. Hún leggur stund á nám í vélstjórn í VMA, námsbraut þar sem karlar hafa í gegnum tíðina verið í miklum meirihluta. Og svo er enn, segir í spjalli við Margréti Dönu á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem finna má viðtal við hana
Á vef Akureyrarbæjar er sagt frá að í dag undirrituðu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölmiðjunnar, nýjan samstarfssamning um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri.
Starfsemi Vélfags hefur verið stöðvuð tímabundið og starfsmenn sendir heim, þetta segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins sem birt er á Facebooksíðu Vélfags nú fyrir skömmu.
Fyrr á árinu var nýr göngustígur á vestanverðri Hrísey kláraður en hann liggur meðal annars að nýjum áningarstað sem útbúinn hefur verið þar sem áður var gömul steypustöð við sjávarbakkann.
Hér með tilkynnist að Fallorka mun frá og með 1.janúar 2026 hætta allri sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja og beina starfsemi sinni að framleiðslu á raforku.
Þann 1.júlí sl. gerðu Fallorka og Orkusalan með sér samning um að Orkusalan bjóði viðskiptavinum Fallorku þjónustu sína og selji þeim raforku á hagstæðum kjörum. Með því tryggir Fallorka að viðskiptavinir þeirra verði ekki fyrir óþægindum við þessar breytingar og hafi auðvelt aðgengi að söluaðila rafmagns.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur hafnað beiðni Vélfags ehf. um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum – án þess að leggja fram nein gögn, rök eða lögmæta málsmeðferð, segir í tilkynningu á facebooksíðu Vélfags.
Fljótlega eftir að Guðrún Runólfsdóttir og Matthías Jochumsson ákváðu að taka við prestsembættinu á Akureyri og fluttust norður hóf Matthías útgáfu á nýju dagblaði á Akureyri sem fékk nafnið Lýður. Í fyrsta tölublaðinu árið 1888 fjallar Matthías um þrjú nýútkomin ritverk eftir þær Ingibjörgu Skaptadóttur, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum og Torfhildi Hólm.
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum.
Eik fasteignafélag, eigandi Glerártorgs,hefur veitt styrk til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.