Dansvídeóhátíðin Boreal haldin í sjötta sinn

Dansvídeóhátíðin Boreal hefst í Listasafninu á Akureyri föstudagskvöldið 24. október kl. 20. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og fara sýningarnar fram í Listasafninu, Mjólkurbúðinni, Deiglunni og Kaktus. Allir viðburðir eru opnir gestum að kostnaðarlausu og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlum og heimasíðum Boreal og Listasafnsins.

Lesa meira

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit tekin í notkun

„Þegar við horfum á þetta glæsilega mannvirki skulum við minnast þess að Krummakot er áþreifanleg sönnun þess sem við getum áorkað þegar við vinnum saman að sameiginlegu markmiði. Hann er fjárfesting í framtíð barnanna okkar og þar með framtíð samfélagsins alls,“ sagði Erna Káradóttir leikskólastjóri á Krummakoti í Eyjafjarðarsveit sem tekin var formlega í notkun á dögunum. Krummakot varð 38 ára í liðnum mánuði.

Lesa meira

„Í leit að gulli jarðar höfum við gleymt demöntum himinsins“

Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og málshefjandi sagði í samtali við vikublaðið að næturhiminninn væri náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þurfi að vernda og nýta. 

Lesa meira

Ferðaskrifstofan Hrísey ferðir

„Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni,“ skrifa þeir Johan Jörundur Rask í 6. bekk og Patrekur Ingólfsson, 9. bekk Hríseyjarskóla, en nemendur í 6.-9. bekk skólans bjuggu til ferðaskrifstofu á dögunum í tengslum við þema sem var sjálfbærni og landafræði. Einnig héldu þeir nafna- og merkjasamkeppni.

Lesa meira

Áskoranir og tækifæri í heimskautarétti

Í vikunni eftir að Hringborð Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly) fer fram í Reykjavík dagana 16.–18. október verður 18. málþingið um heimskautarétt haldið í Nuuk á Grænlandi 22.–24. október. Málþingið er skipulagt af Háskólanum á Akureyri og Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi).

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar - Stærsta árið hjá klúbbnum til þessa

„Þetta hefur verið allra stærsta árið okkar hjá Golfklúbbi Akureyrar hingað til. Félagsmönnum hefur fjölgað umtalsvert og aðsókn var mjög góð, mikil aukning á milli ára,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Haustið hefur verið milt og gott og margir kylfingar hafa nýtt sér veðurblíðuna og eru enn að. Mikið líf er á Jaðarsvelli allt árið um kring.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Jón Haukur Unnarsson fjallar um Mannfólkið breytist í slím

Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Bæjarráð samþykkir uppfærða gjaldskrá hjá fræðslu- og lýðheilsusviði

„Á þessum tímapunkti get ég ekki samþykkt gjaldskrá leikskóla nema að undangenginni könnun á viðhorfi foreldra til þeirra breytinga sem gerðar voru þegar sex tíma dvöl varð gjaldfrjáls,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi B-lista.

Lesa meira

Ánægja með þjónustu HSN aldrei mælst hærri

Niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun sýna að HSN heldur áfram að styrkja þjónustu sína og byggja upp traust á meðal íbúa svæðisins.

Lesa meira

Samþætting sölu, veiða og vinnslu lykilatriði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja

Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar ‏í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis.

Lesa meira

Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar fékk hvatningarverðlaun

Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar var eitt fjögurra íþrótta- og ungmennafélaga sem hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi þess um liðna helgi. Segir í umsögn að framlag teymisins til öryggis og velferðar iðkenda og gesta i Skautahöllinni á Akureyri sé ómetanlegt.

Lesa meira

Ítalski gítarleikarinn Simone Salvatori á tónleikum i Hofi

Ítalski gítarleikarinn Simone Salvatori kemur fram á tónleikum í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudag, 19. október og hefjast þeir klukkan16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar-Hvítar Súlur.

Lesa meira

600Klifur opnar á Akureyri

„Við fengum til okkar yfir 300 manns að klifra um helgina og annan eins fjölda sem kom að skoða aðstöðuna að Dalsbraut 1, Aðstaðan er vegleg og verður stór viðbót í afþreyingu bæjarins,“ segir Katrín Kristjánsdóttir einn eigenda. 600Klifur, ný klifuraðstaða á Akureyri var opnuð um liðna helgi. Aðstaðan er við Dalsbraut 1 þar sem í boði er glæsileg íþróttaaðstaða fyrir börn jafnt sem fullorðna þar sem bæði er hægt að æfa og skemmta sér. Salurinn hefur verið í smíðum síðan á liðnu ári.

Lesa meira

Finnum fyrir ríkum stuðningi í samfélaginu

Opið hús var á dag- og göngudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum heilbrigðisdegi og fjölmargir gestir litu við.

Lesa meira

ASÍ - Ályktar um atvinnuástandið á Húsavík

Í ályktun ASÍ sem var að berast er lýst yfir miklum áhyggjum af atvinnuástandinu í Þingeyjarsýslum og skorað á stjórnvöld að koma að málinu af fullum krafti. Framsýn og Þingiðn fagna þessum stuðningi. Ályktunin er eftirfarandi:

Lesa meira

Indversk kvikmyndahátíð á Akureyri um helgina

Indverska kvikmyndahátíðin á Íslandi 2025 teygir anga sína til Akureyrar helgina 18. og 19. október.

Lesa meira

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur. Sérstaklega blasir þetta við á landsbyggðinni, þar sem íbúar utan höfuðborgarsvæðisins eins og á Akureyri og nágrenni finna nú fyrir skerðingu þjónustu og aukinni byrði.

Lesa meira

ÁFALLAHJÁLP ÞJÓÐKIRKJUNNAR

Mig langar á þessu hausti til að minna á áfallahjálp og sorgarstuðning Þjóðkirkjunnar í landinu og minnast sérstaklega á það sem er í boði hér á Akureyri fyrir bæjarbúa og nærsveitir.
Frá árinu 2013 hefur verið hér starfræktur hópur sem nefnist Dagrenning og undirrituð haldið utan um en þar hittast foreldrar sem misst hafa börn og veita hvert öðru virka hlustun og jafningjastuðning.
Lesa meira

Bréf frá Stórutjarnarskóla um We-Við-Meie

Í vor fengum við, nemendur í elstu bekkjum Stórutjarnaskóla og Sigríður Árdal og Marika Alavere, styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Markmið verkefnisins var að efla samskipti, samvinnu og sjálfstraust þátttakenda. Kynnast ólíkri menningu og skoða og kynnast náttúrunni og vekja okkur til umhugsunar af hverju við þurfum að hugsa um náttúruna.

Lesa meira

Sameining sparisjóða samþykkt

Hluthafafundir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu þeirra í upphafi árs. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans samþykkt samrunann.

 

Lesa meira

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.

Lesa meira

„Alltaf á fullkomnu klukkunni“

Hverjir eignast börn? Félagslegar víddir fæðingartíðni og barnleysis - Félagsvísindatorg 21. október

Lesa meira

Tjörneshreppur - Vilja ekki sjá ,,fáránlegt"250 milljóna fram­lag frá Jöfnunar­sjóði

Nýlega barst hreppsnefnd Tjörneshrepps bréf frá Jöfnunarsjóði um sérstakt fólksfækkunarframlag til hreppsins uppá tæplega 248 milljónir króna.

Lesa meira

VMA - Styrkleikarnir í dag

Í dag, 14. október, verða Styrkleikar VMA og nemendafélagsins Þórdunu í þágu Krabbameinsfélags Íslands. Er VMA fyrsti framhaldsskóli landsins til að standa fyrir slíkum viðburði.

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri - Umhverfisvænn lífstíll ætti að vera í tísku

Umhverfisnefnd MA þetta skólaárið er mjög öflug og virk, en alls sitja 16 nemendur í nefndinni auk fulltrúa kennara. 

Lesa meira

Matur, menning og skemmtun

Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.

Lesa meira

Akureyri - Góð aðsókn í sundlaugar í sumar

Talsverð aukning er í komum sundlaugargesta í Glerárlaug. Gísli Rúnar forstöðumaður Sundlauga Akureyrar segir sem dæmi að um 20% fleiri hafi sótt laugina heim í júní mánuði í sumar miðað við sama mánuð í fyrra.

Lesa meira