
600Klifur opnar á Akureyri
„Við fengum til okkar yfir 300 manns að klifra um helgina og annan eins fjölda sem kom að skoða aðstöðuna að Dalsbraut 1, Aðstaðan er vegleg og verður stór viðbót í afþreyingu bæjarins,“ segir Katrín Kristjánsdóttir einn eigenda. 600Klifur, ný klifuraðstaða á Akureyri var opnuð um liðna helgi. Aðstaðan er við Dalsbraut 1 þar sem í boði er glæsileg íþróttaaðstaða fyrir börn jafnt sem fullorðna þar sem bæði er hægt að æfa og skemmta sér. Salurinn hefur verið í smíðum síðan á liðnu ári.