Mikil umferð um Akureyrarflugvöll í dag.
Mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í dag, þrjú millilandaflug voru til viðbótar við innanlandsflugið.
Mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í dag, þrjú millilandaflug voru til viðbótar við innanlandsflugið.
Nýgerð myndlist er veigamikill hluti af menningarstarfsemi í Sigurhæðum og einn kjarna þáttur í að skapa frjótt samtal við menningararf staðarins og húsið Sigurhæðir
„Jólin eru stór hluti af starfinu okkar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri þegar hann lýsir aðventunni hjá Minjasafninu á Akureyri. Á hverju ári koma um eða yfir þúsund börn og kennarar í jólafræðslu sem hefur verið fastur liður í áratugi. Fræðslan fer fram bæði á Minjasafninu sjálfu, í Nonnahúsi og í Minjasafnskirkjunni og hefur fest sig rækilega í sessi sem mikilvægur hluti af jólaundirbúningi margra skóla.
Jólasveinarnir halda hefðinni á lífi í Reykjadal.
Áramótabrenna Akureyringa, ein elsta og glaðlegasta hefð bæjarins, er nú staðfest fyrir gamlárskvöldið 2025. Hún verður haldin á sama stað og í fyrra, fyrir sunnan golfvöllinn á Jaðri, þar sem jólin mæta nýja árinu í logandi ljóma og hlýrri samkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ verður kveikt í brennunni kl. 20:30 rétt eins og undanfarin ár, og allir eru velkomnir til að njóta þessarar hátíðlegu uppákomu.
Ari Svavarsson rifjar upp jólin á Akureyri og veltir fyrir sér um hvað hátíðirnar snúist í raun og veru
Það er margt sem breytist með aldrinum, en jólin fylgja manni í gegnum æviskeiðin í ýmsum myndum. Ari Svavarsson, listamaður, rifjar upp minningar liðinna jóla og heldur því fram að kjarninn hafi alltaf verið sá sami, þrátt fyrir aukna efnishyggju og kaupmannajól nútímans.
Frímann Sveinsson, oft kallaður Frímann kokkur, hefur komið víða við á sínum ferli og hefur alltaf nóg að gera. Líkt og viðurnefnið gefur til kynna, starfaði Frímann sem matreiðslumaður og þar lengst af á sjúkrahúsinu á Húsavík. Frímann er einnig lunkinn með pensilinn og hefur haldið fjöldann allan af myndlistarsýningum
á Húsvík, Neskaupstað og Hafnarfirði. Gítarinn er aldrei langt undan hjá Frímanni og hann er duglegur að spila fyrir og skemmta íbúum Húsavíkur og nágrennis
Í Beykilundi á Akureyri stendur gríðarstórt jólatré. Tréð vekur mikla athygli á ári hverju. Það stendur í garðinum hjá Sævari Helgasyni sem passar að það sé vel skreytt.
-Elsa Similowski, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Eyjarfjarðar, veitir gæludýraeigendum heilræði fyrir hátíðirnar.
Jólamyndir eru orðnar jafn sjálfsagður hluti af jólunum og laufabrauð, kakó og jólatónleikar. Flestir eiga mynd sem þeir horfa á ár eftir ár, og það er ótrúlegt hvernig rétta myndin setur mann beint í jólagírinn. Hér eru tíu jólamyndir sem fanga jólaandann á ólíkan hátt, sumar klassískar, aðrar pínu stormasamar, en allar algjörar jóla nauðsynjar.
Mér finnst danir svolítið heppnir að eiga í málvenju sinni möguleika á að segja annað hvort god jul eða glædileg jul. Ég hef oft hugsað þetta þegar ég er að kasta kveðju á nýja syrgjendur rétt fyrir jólahátíðina. Það virkar frekar öfugsnúið og nánast tillitslaust að segja við ungu konuna sem er nýorðin ekkja,,gleðileg jól” en að segja eigðu góð jól er hins vegar allt annað.
Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samfylgdina á árinu.
Arnar Guðmundsson ólst upp í Árhvammi í Öxnadal með foreldrum sínum og sex systkinum. Hann flutti síðar til Akureyrar um 16 ára aldur og bjó þar þangað til hann var um 27 ára. Þá færði hann sig austur á land með fjölskyldu sinni og settist að í Neskaupstað. Arnar býr þar með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Þórðardóttur og eiga þau saman tvö uppkomin börn sem einnig búa í Neskaupstað. Arnar starfar þar sem kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann rifjar hér upp gamlar minningar úr sveitinni um hátíðirnar.
Elísu Kristinsdóttir þarf vart að kynna fyrir hlaupaáhugafólki en hún er einn fremsti utanvegahlaupari landsins. Í sumar sigraði hún meðal annars Akrafjall Ultra og Mt. Esja half marathon. Þá sigraði hún 100 km Gyðjuna í Súlur Vertical og um leið setti hún nýtt brautarmet. Í framhaldinu af því keppti hún á Heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum þar sem hún hafnaði í 9. sæti.
Elínborg Snorradóttir, alltaf kölluð Lóa, er 86 ára Akureyringur sem hefur verið búsett fyrir vestan síðan 1958. Lóa ákvað að koma eitt sumar vestur að Mjólká við Arnarfjörð þar sem faðir hennar starfaði, þetta átti bara að vera eitt sumar. Þar kynnist hún Bergsveini Gíslasyni og þau byrjuðu fljótlega að búa og settust síðan að Mýrum í Dýrafirði árið 1961. Þar bjuggu þau í 61 ár eða þar til árið 2022 þegar Bersveinn lést. Þá flutti Lóa á elliheimilið Hlíf á Ísafirði og þar unir hún sér vel.
Hin árlega Friðarganga verður gengin í dag á Þorláksmessu og hefst gangan kl 18:00. Í tilkynningu frá samtökunum Friðarframtak Akureyrar segir :
Akureyringar verja 7,68% af sínum ráðstöfunartekjum í jólagjafir, meðan íbúar í Norðurþingi verja aðeins stærri hluta sinna tekna í að gleðja náunga sinn eða 7,83%.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér viðvörun til okkar sem hér búum vegna hvassveðurs sem búast má við að skelli á hér á okkar slóðum eftir sólarhring og ef spár rætast mun veðrið ekki ganga niður fyrr en um miðjan jóladag!
Eða eins og segir í áðurnefndri viðvörun:
Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.
Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.
Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.
Ísfisktogarar félagsins fara svo í stutta túra milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun nýs árs.
Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri
Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík.
Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.
Vilhelm Þorsteinsson við bryggju á Akureyri / mynd: Axel Þórhallsson.
www.samherji.is sagði fyrst frá
Jólasveinarnir í Dimmuborgum hefja aðventuna á sérstakan hátt á hverju ári með skipulögðu jólabaði í Jarðböðunum við Mývatn. Viðburðurinn fer fram fyrsta laugardag í desember og er orðinn fastur liður í jólahaldi á svæðinu. Þeir sem vilja fylgjast með eða taka þátt þurfa að panta miða sérstaklega, því þetta er skipulagt og tímastillt bað sem hefst klukkan 16.
Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.
Með samningnum er markmiðið að tryggja áfram stöðugleika í starfsemi Golfklúbbs Húsavíkur, efla aðstöðu og skapa góðar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu
Jólagrautur og sætur spuni á jólatónleikum Hymnodiu sem eru orðnir ómissandi hluti af jólahefðum margra að kvöldi 22. desember þegar kominn er tími til að hægja ferðina í jólaamstrinu.
S.l. föstudag var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Markmið samningsins er að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins. Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritaði fyrir félagið.
Sjötíu og þrír nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi s.l föstudag.
Það verður glaumur og gleði, gott rjúkandi ketilkaffi og nánast ómótstæðilegt skógarkakó, jólasveinar og heil hljómsveit á hinni árlegu jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga, karamellu og köngul sem haldin verður í Kjarnaskógi á morgun sunnudaginn 21. des kl 15:45 til 17:00.