
Sýningin „Úr fullkomnu samhengi“ í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Myndlistarsýningin „Úr fullkomnu samhengi“ verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, fimmtudaginn 3. júlí kl. 16. Þar sýna þau Julie Tremble, Philippe- Aubert Gauthier og Tanya Saint- Pierre , kanadískt kvikmynda og Vídeólistafólk. Aukalega verður sérstök vídeódagskrá á opnun, með verkum eftir 7 listamenn.