Völsungar semja við sex leikmenn

Hópurinn saman kominn eftir undirskriftirnar. Mynd: Völsungur.is
Hópurinn saman kominn eftir undirskriftirnar. Mynd: Völsungur.is

Sex leikmenn meistaraflokks karla skrifuðu undir nýja samninga í gærkvöldi. Það voru þeir Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Bergur Jónmundsson, Bjarki Baldvinsson, Gauti Freyr Guðbjartsson, Ófeigur Óskar Stefánsson og Sæþór Olgeirsson.

„Allir eru þessir drengir uppaldir í Völsungstreyjunum og ríkir mikil gleði yfir því að Völsungur hafi tryggt sér þjónustu þessara drengja á komandi keppnistímabilum. Við getum öll reiknað með að framlag þessara pilta til félagsins verði mikið enda Völsungshjartað stórt og slær í takt við félagið,“ segir á heimasíðu Völsungs.

Þá má geta þess að Hafþór Mar Aðalgeirsson er genginn til liðs við Völsung að nýju og verður gaman að sjá hann á Húsavíkurvelli að nýju ef endurhæfing gengur eftir.

Þá kemur einnig fram á heimasíðu félagsins samningamál leikmanna séu í fullum gangi um þessar mundir og reikna megi með fleiri undirskriftum á næstunni. 


Nýjast