Akureyri skartaði sínu fegursta þegar Elín Arnardóttir, fyrsti doktor í hjúkrunarfræði útskrifaður frá Háskólanum á Akureyri, varði doktorsritgerð sína við glæsilega og hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans föstudaginn 14. nóvember síðastliðinn.
„Þetta er hugljúft jólaævintýri sem við vonum að fólki á öllum aldri falli vel í geð,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir. Hún skrifað leikverkið Jólaköttinn sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir annað kvöld, föstudagskvöldið 21. nóvember kl. 20. Verkið verður sýnt um helgar fram til jóla, kl. 13 á laugar- og sunnudögum og síðasta sýning verður 20. desember.
Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 750.000 kr. til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Rauða Krossins við Eyjafjörð og Hjálparstarfs Kirkjunnar, en í sameiningu standa samtökin að jólaaðstoð á svæðinu.
„Ég er algjörlega elsku sáttur við starfsferilinn og hefði hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Ragnar Sverrisson sem fagnar því á laugardag, 22 nóvember að hafa starfað hjá versluninni JMJ á Akureyri í 60 ár. „Galdurinn við að endast svona lengi er að hafa gaman af starfinu og sinna því af ástríðu alla daga.“
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2026 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. nóvember.
Í dag fór fram opinn hádegisfundur um nýbyggingu SAk. Var fundurinn vel sóttur, en um 120 manns sátu fundinn ýmist í Hofi eða á streymi.
Þessi hátíð hefur verið haldin síðustu ár og tekist mjög vel en í ár taka rúmlega 30 aðilar þátt. Hof fyllist af skemmtilegum sölubásum með fallegu handverki og hönnun, sem og góðum mat beint frá býli.
Á Facebookarsíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga er að finna einkar skemmtilega frásögn, við stóðumst ekki mátið og birtum hana hér enda alltaf gott að lesa jákvæða skemmtilega frásögn.
Þingeyjarsveit hefur í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu, unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.
Blásið verður til opins fundar í Hofi á morgun miðvikudag kl. 17-19 sem Iðan Fræðasetur, FMA, Fit, Byggiðn og Samtök Iðnaðarins standa fyrir.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir oddviti VG á Akureyri sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jana Salóme sendi frá sér i morgun á Facebook.
Í áðurnefndri yfirlýsingu segir:
„Þetta er gríðarlega umfangsmikið verkefni og það skiptir okkur miklu máli að vel takist til. Því hefur verið lögð sérstök áhersla á samráð við starfsfólk, en einnig notendur og samfélagið okkar. Við erum að byggja til langrar framtíðar og í mörg horn þarf að líta. Markmiðið er að nýbyggingin standist væntingar, hún gagnist sem best og sé í takti við nútímakröfur í heilbrigðisþjónustu,“ segir Gunnar Líndal, verkefnastjóri á sviði klínískrar stoðþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Á fundi aðalstjórnar Einingar-Iðju í síðustu viku var samþykkt að veita Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.250.000.
Heimir Örn Árnason oddviti Sjalfstæðsflokksins á Akureyri og núverandi formaður bæjarráðs sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimir sendi frá sér i morgun á Facebook.
Nokkrir nemendur í 7.-10. bekk fóru til Reykjavíkur 8. nóvember síðastliðinn og sýndu frábæran árangur í First Lego League keppninni, þar sem þau náðu meðal annars 2. sæti í nýsköpunarhluta keppninnar. First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. Keppnin er í raun þrískipt, en síðan 2005 hefur Háskóli Íslands haldið einn hlutann, First Lego League Challenge, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 10-16 ára.
Dr. Giorgio Baruchello, prófessor við Félagsvísindadeild hefur rannsakað í mörg ár hvernig húmor hefur áhrif á líf okkar og hvaða hlutverki hann gegnir.
Nú í haust var í fyrsta skipti boðið upp á diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun í Háskólanum á Akureyri og er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem slíkt nám er í boði utan höfuðborgarsvæðisins. Í dag stunda fjórir stúdentar námið og við ákváðum að taka púlsinn á hvernig gengur.
Ævintýraheimur íslenskra fugla 1 er barnabók sem var að koma út. Hún er eftir Sigurð Ægisson, ætluð aldurshópnum 1–12 ára og er hugsuð þannig, að pabbi, mamma, afi eða amma eða þá eldri systkin lesi úr henni fyrir þau allra yngstu á kvöldin og e.t.v. spjalli um innihaldið. Önnur, sem komin eru í fyrstu bekki grunnskóla, eiga að geta notið hennar án aðstoðar.
Styrktarsjóður HSN í Þingeyjarsýslu veitti á liðnu ári styrki að upphæð 14,6 milljónir króna. Það sem af er þessu árið hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum þar sem þetta kom fram.
Eitt hundrað ára sögu Laugaskóla var minnst með hátíðarhöldum þann 25.október síðastliðinn. Dagskráin hófst kl. 10.00 með því að um 100 boðsgestum var boðið í Þróttó að sjá heimildarmyndina Voru allir hér? - Laugar í 100 ár eftir Ottó Gunnarsson. Stefán Jakobsson samdi lag í tilefni afmælisins sem heitir Voru allir hér og ber því myndin sama heiti, enda voru þeir báðir nemendur við Laugaskóla. Að sýningu lokinni var boðsgestum boðið í hádegismat í mötuneyti skólans. Almenn hátíðadagskrá hófst kl. 14.00 í íþróttahúsinu.
Hrafnagilsbúið í Eyjafjarðarsveit var eitt af 12 hrossaræktarbúum sem fagráð í hrossarækt valdi til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.
Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Núverandi ríkisstjórn virðist þó ekki vera alveg sammála þessu sjónarmiði. Hún sér landið okkar í gegnum þröngan glugga höfuðborgarinnar. Þetta hefur þær afleiðingar að dregið er sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni, fjármunum er frekar beint að þéttbýlinu og reglur settar án þess að spurt sé hvernig þær snerta fólk sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins.
Norðurorka vekur athygli á svikapósti með fyrirsögninni Val á raforkusala, þar sem tilkynnt er um ógreiddan rafmagnsreikning. Í framhaldinu er viðtakanda boðið að smella á greiðslusíðu og slá inn kóða sem fylgir póstinum til að ganga frá greiðslu.
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.