Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA
Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA fór fram við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri 1. desember s.l. en þetta er í 92. sinn sem sjóðurinn veitir styrki. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og af ýmsum toga og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum.