Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju
Jólagrautur og sætur spuni á jólatónleikum Hymnodiu sem eru orðnir ómissandi hluti af jólahefðum margra að kvöldi 22. desember þegar kominn er tími til að hægja ferðina í jólaamstrinu.
Jólagrautur og sætur spuni á jólatónleikum Hymnodiu sem eru orðnir ómissandi hluti af jólahefðum margra að kvöldi 22. desember þegar kominn er tími til að hægja ferðina í jólaamstrinu.
S.l. föstudag var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Markmið samningsins er að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins. Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritaði fyrir félagið.
Sjötíu og þrír nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi s.l föstudag.
Það verður glaumur og gleði, gott rjúkandi ketilkaffi og nánast ómótstæðilegt skógarkakó, jólasveinar og heil hljómsveit á hinni árlegu jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga, karamellu og köngul sem haldin verður í Kjarnaskógi á morgun sunnudaginn 21. des kl 15:45 til 17:00.
Fyrir marga snúast jólin um að vera með fjölskyldu, borða góðan mat og opna pakka en jólin eru þó ekki eins hjá öllum. Kristjana Freydís Stefánsdóttir, nemi í HA og lögreglumaður á Akureyri, var einmitt með öðruvísi jól í fyrra en þá var hún á kvöldvakt hjá Lögreglunni á Akureyri og ætlar að endurtaka leikinn í ár.
Jólin og áramótin hafa eflaust verið annasöm hjá Björgunarsveitinni Súlum í flugeldasölu en sveitin er mjög skipulögð allan ársins hring.
Síðastliðið sumar reis múmínhús í Ævintýralundinum í Kjarnaskógi. Ungir og aldnir glöddust en stormur í vatnsglasi brast á og kvittur um ólögmæti framkvæmda, brot á höfundarrétti, fyrirhugaðar málsóknir rétthafa osfrv barst út, kyntur upp af virðulegum fjölmiðli úr borginni á smelluveiðum.
Hildur Eir Bolladottir prestur við Akureyrarkirkju segir frá þvi í dag að skemmtilegt verkefni sé farið í gang í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og allt sem vanti núna séu fleiri hagar hendur
Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.
Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað ekki á óvart vegna lokunnar PCC.
Nýjir þjálfarar, leikmenn og styrktaraðili kynntir á notalegri kvöldstund Völsungs
Veitingastaður í Mývatnssveit í úrslit í alþjóðlegri keppni
Sjúkrahúsið á Akureyri vill ítreka að mjög mikið álag er á bráðamóttökuna þessa dagana og ákaflega mikilvægt er að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700.
Í vikunni sem leið veittu Oddfellowstúkurnar á Akureyri Bjarmahlíð veglegan styrk upp á 1.950.000 krónur.
Nýtt Upphaf býður fram fyrir norðan. Nýtt Upphaf sprettur ekki úr skrifstofuherbergjum hefðbundna flokka, heldur úr samtölum milli fólks.
Starfsfólk AK-INN, Leirunestis og Veganestis veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf að upphæð 200.000 kr.
Gagnaversfyrirtækið atNorth vann umhverfisverðlaun Data Center Dynamics (DCD) fyrir nýstárlega og ábyrga hönnun gagnavers fyrirtækisins á Akureyri. Í þessum flokki atti atNorth kappi við þrjú önnur alþjóðleg gagnaversfyrirtæki. Þá var gagnaver atNorth á Akureyri líka tilnefnt í flokki gagnaversverkefna ársins í Evrópu.
Hjá bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Með frelsi í faxins hvin - Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni .
Bókin segir frá Hermanni Árnasyni frá Vík og Hvolsvelli sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini.
Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar“. Það snýst um stuðla að samstarfi fyrirtækja og stofnana um hvernig megi best taka á móti starfsfólki sem er af erlendu bergi brotið. Samstarfsaðilar verkefnisins eru ásamt Akureyrarbæ, SÍMEY, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kjarnafæði Norðlenska og Bílaleiga Akureyrar.
Laut, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, fagnaði á dögunum 25 ára afmæli sínu. Af því tilefni var haldin hátíð með veitingum og gleði.
Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða verkefni þar sem móberg er þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu en Heidelberg kannar nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Félagið er með rannsóknarleyfi til að kanna efnisöflun á svæðinu ofan Bakka og í Grísatungufjöllum. Jafnframt hefur félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum við Jökulsá á Fjöllum.
DriftEA - Miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á Akureyri fagnaði eins árs starfsafmæli í síðustu viku í Messanum í húsnæði Driftar við Ráðhústorg.
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar birti grein fyrir réttu ári um að vera búin að fá upp í kok af jólunum. Greinin var skrifuð beint frá hjartanu en það sem var áhugaverðast, voru viðbrögðin sem ég fékk vegna hennar.
Mikillar óánægju gætir á meðal forsvarsmanna bílaleiga á Íslandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sem taka eiga gildi um næstu áramót. Að sögn Steingríms Birgissonar verður höggið fyrir Höld-Bílaleigu Akureyrar afar þungt og er fyrirtækið nú þegar farið að búa sig undir álögur upp á nokkur hundruð milljónir sem vel væri hægt að koma í veg fyrir með samtali á milli greinarinnar og ráðherra.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 50 milljónum króna til sex verkefna sem styðja við markmið byggðaáætlunar stjórnvalda um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu. Verkefnin fá styrk til þróunar og innleiðingar fjölbreyttra lausna sem auka aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu.
Martin Michael þýski athafnamaðurinn sem hyggst endirreisa Niceair og fljúga á milli Akureyar og Kaupmannahafnar boðaði til fundar í dag á Flugsafni Íslands þar sem hann fór yfir stöðu mála.
Það var ánægjulegt að taka á móti gestum í Messanum hjá DriftEA þegar Arctic Therapeutics opnaði formlega nýja, klínískt vottaða rannsóknastofu á Akureyri síðasta fimmtudag. Viðburðurinn markaði stóran áfanga í uppbyggingu lífvísinda og heilbrigðistækni á Norðurlandi.