SAk fær 5,5 milljónir til fjarvöktunar lungnasjúklinga
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 50 milljónum króna til sex verkefna sem styðja við markmið byggðaáætlunar stjórnvalda um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu. Verkefnin fá styrk til þróunar og innleiðingar fjölbreyttra lausna sem auka aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu.