Þórduna styrkti Minningarsjóð Bryndísar Klöru
Núna á haustönn hefur nemendafélagið Þórduna selt VMA-peysur og hefur salan gengið vel. Ekki síst hafa bleiku peysurnar runnið út en þegar salan hófst í september sl. ákvað stjórn Þórdunu að allur ágóði af sölu á þeim rynni til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.