SMHA í fararbroddi í símenntun og alþjóðlegu samstarfi
Símenntun Háskólans á Akureyri, SMHA, hefur á undanförnum árum unnið að því að festa sig í sessi sem sniðugasta símenntunareining landsins. Með ríka áherslu á sveigjanleika og aðgengi býður SMHA upp á fjölbreytt námsframboð sem hentar bæði einstaklingum sem vilja efla sig í starfi og fyrirtækjum og stofnunum sem leita leiða til að styrkja mannauð sinn. Námið er kennt með fjölbreyttum hætti, bæði í fjarnámi, staðnámi og í blönduðu formi, sem gerir þátttöku mögulega, óháð búsetu eða vinnuaðstæðum.