Sunna Valsdóttir hópstjóri hundaheimsóknarvina Rauða krossins við Eyjafjörð
„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.