
VMA - Styrkleikarnir í dag
Í dag, 14. október, verða Styrkleikar VMA og nemendafélagsins Þórdunu í þágu Krabbameinsfélags Íslands. Er VMA fyrsti framhaldsskóli landsins til að standa fyrir slíkum viðburði.
Í dag, 14. október, verða Styrkleikar VMA og nemendafélagsins Þórdunu í þágu Krabbameinsfélags Íslands. Er VMA fyrsti framhaldsskóli landsins til að standa fyrir slíkum viðburði.
Umhverfisnefnd MA þetta skólaárið er mjög öflug og virk, en alls sitja 16 nemendur í nefndinni auk fulltrúa kennara.
Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.
Talsverð aukning er í komum sundlaugargesta í Glerárlaug. Gísli Rúnar forstöðumaður Sundlauga Akureyrar segir sem dæmi að um 20% fleiri hafi sótt laugina heim í júní mánuði í sumar miðað við sama mánuð í fyrra.
Þriðjudaginn 14. október kl. 16.15 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn Pierre Leichner Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Outsider Arts and Arts Outside. Aðgangur er ókeypis.
Fordómar eru stórt orð. Öll erum við haldin þeim að einhverju leyti þó fæst viljum við viðurkenna það. Ég hef reynt að uppræta mína og að einhverju leyti hefur mér tekist það en það er langt í land. Leið mín til upprætingar er að reyna að kynna mér málin betur.
Það má segja að þjóðhátíðardagur Íslendinga hafi með nýlegri útgáfu bókarinnar Dagur þjóðar eignast sinn eigin sagnfræðing, Pál Björnsson, prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Þar fjallar hann á nýstárlegan hátt um hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga – löngu áður en það var ákveðið með lögum.
Tveimur nýjum bekkjum hefur verið komið fyrir í Hrísey, báðir voru þeir gefnir til minningar um horfna samferðarmenn. Annar er til minningar um Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur Blöndal og Áslaug Jóhannesson og hinn um sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur.
Leikskólinn Iðavöllur hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi menntastofnana fyrir ötult, fjölbreytt og faglegt þróunarstarf, frumkvæði og metnað.
Leikskólinn Iðavöllur hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi menntastofnana fyrir ötult, fjölbreytt og faglegt þróunarstarf, frumkvæði og metnað.
Sumarið 2025 var einstaklega gott hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum á Húsavík, bæði hvað varðar veður og fjölda ferðamanna. Veðurfar var hagstætt og sjólag gott, sem gerði ferðirnar bæði öruggar og ánægjulegar.
Í Vikudegi 17. júlí sl. var sagt frá endurnýjun torfbæjarins Baugasels í Barkárdal. Þar hefur ferðafélagið Hörgur skilað afar góðu verki. Þó er það svo að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á bænum frá því að búið var þar. Við systur bjuggum í Baugaseli fyrstu æviárin og teljum rétt og mikilvægt að gera grein fyrir bæjarmyndinni eins og hún var þegar Baugasel fór í eyði í júní 1965.
„Það stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi og það breytir miklu að easyJet hafi ákveðið að bjóða upp á flug frá London frá október og út apríl og frá Manchester því til viðbótar. Með því náum við að tengja betur saman haust, vetur og vor sem hafa verið rólegri tímabil í ferðaþjónustu miðað við sumri,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Frá og með næstu áramótum, verður starfsemi endurhæfingardeildar á Kristnesi breytt í 5 daga deild ásamt dagdeild, með skýra áherslu á sérhæfða þverfaglega endurhæfingu fyrir fólk á öllum aldri.
Fyrsta plata Ásgeirs Ólafssonar Lie It's personal kom út í gær 10. október. Vikublaðið ákvað að grípa hann í stutt viðtal og spyrja hann út í plötuna.
rá því snemma á þessu ári hefur legið fyrir að rekstur PCC BakkiSilicon væri erfiður vegna ástands á heimsmarkaði með kísilmálm. Það hefur leitt til rekstrarstöðvunar og uppsagna starfsfólks þar sem um 130 manns hafa misst vinnuna það sem af er þessu ári.
Eyjafjarðarsveit býður öllum áhugasömum að koma á OPIÐ HÚS í nýju húsnæði leikskólans Krummakots á morgun laugardaginn 11. október kl. 14:00.
Samherji hefur ákveðið að bjóða starfsfólki að gera samgöngusamning við félagið sem gildir allt árið í stað sjö mánaða eins og undanfarin ár, þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins í dag.
Dagana 2.-3. október sl. fór fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga fram í Reykjavík. Ráðstefnan er árleg og alltaf haldin í Reykjavík en gaman væri að breyta einhvern tíma til og bjóða t.d. upp á Akureyri. Uppselt var á ráðstefnuna og sátu hana um 500 manns.
„Það lítur út fyrir umtalsverða fækkun í komum skemmtiferðaskipa til okkar hafna á næstu tveimur árum,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir verkefna- og markaðsstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands. Hafnir samlagsins eru á Akureyri, Grímsey og Hrísey. Samkvæmt bókunum sem nú liggja fyrir fækkar skipum sem hafa viðkomum í höfnum HN um ríflega 100 milli áranna 2024 og 2027, farþegum um 44 þúsund og með þeim rúmlega 1,2 milljarða króna innkoma í hagkerfið.
Helgina 3. – 4. október var haldin tónleikahátíðin Eyrarrokk. Þetta var fimmta hátíðin á jafn mörgum árum og hefur hún vaxið og dafnað með árunum og nú er svo komið að miðarnir seljast eins og heitar lummur um leið og tónleikarnir eru auglýstir. Það er nú ekki oft sem maður ákveður í maí hvað maður ætlar að gera í október.
Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins á morgun, 10. október, ætlar starfsfólk dag- og göngudeild geðdeildar SAk að opna dyrnar og bjóða gestum að kynna sér starfsemina, tækjabúnað og aðstöðu.
Árið 2018 lögðum við í Rauða krossinum við Eyjafjörð af stað í markvissa vegferð við að efla starfsemina okkar enn frekar með aukningu sjálfboðaliða og verkefna ásamt því að standast með glæsibrag allar þær auknu gæða- og fagkröfur sem lagðar hafa verið á starfsemina. Eftir mikla vinnu er skemmtilegt og gefandi að staldra nú við og skoða hvernig okkur hefur gengið að ná markmiðum okkar.
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) hefur hrundið af stað nýrri kynningarherferð undir yfirskriftinni Finndu jafnvægið fyrir norðan sem miðar að því að vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi atvinnutækifærum lækna á SAk
Hún var tilfinnningarík stundin í gær þegar þrír félagar af síðutogaranum Harðbak EA 3 hittust á nýjan leik það voru þeir Arngrímur Jóhannsson, Steingrímur Antonsson og Jón Björnsson Aspar. Reyndar voru Arngrímur og Jón að hittast í fyrsta sinn síðan í lok veiðiferðar Harðbaks á Nýfundalandsmið í febrúar 1959!
Kvenfélag Hríseyjar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Í gær, þriðjudaginn 7. október stóðu félagskonur að Vinakaffi í tilefni að Viku einmannaleikans. Salurinn í Hlein var fullur af lífi og fjöri og á fimmta tug eyjaskeggja komu saman og nutu samverunnar. Á boðstólum var dásamlegt kaffibrauð ásamt kaffi og safa fyrir yngri gestina.