HSN tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku í Fjallabyggð
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfar uppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Áætlað er að HSN taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.