Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Glerárskóla síðustu ár og skólinn er nú orðinn hinn glæsilegasti
Fyrsti skólinn í Þorpinu var byggður í Bótinni árið 1908, í kjölfar fræðslulaganna 1907. Árið 1937 reis Árholt, austan núverandi skólahúsnæðis, þar sem skólahald var til 1972 þegar skólinn flutti í nýjan Glerárskóla, í húsnæðið sem í dag kallast A-álma.