Úrbætur gerðar á lóðinni við Hamragerði 15
„Það er auðvitað jákvætt að ráðist hafi verið í nauðsynlegar úrbætur á lóðinni í Hamragerði. Það er hins vegar dapurlegt hversu langan tíma ferlið tók og hversu mikilli hörku nefndin þurfti að beita til að knýja fram úrbætur,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.