Góðar minningar frá árunum á Akureyri
Elínborg Snorradóttir, alltaf kölluð Lóa, er 86 ára Akureyringur sem hefur verið búsett fyrir vestan síðan 1958. Lóa ákvað að koma eitt sumar vestur að Mjólká við Arnarfjörð þar sem faðir hennar starfaði, þetta átti bara að vera eitt sumar. Þar kynnist hún Bergsveini Gíslasyni og þau byrjuðu fljótlega að búa og settust síðan að Mýrum í Dýrafirði árið 1961. Þar bjuggu þau í 61 ár eða þar til árið 2022 þegar Bersveinn lést. Þá flutti Lóa á elliheimilið Hlíf á Ísafirði og þar unir hún sér vel.
Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri
Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík.
Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.