Bókarkynning - Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson
Út er kominn bókinn Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir emeritus og Áslaug Agnarsdóttir þýðandi. Þær eru s.s. barnabörn Klemensar, útgefandi er Sögufélagið
Um ræðir endurminningar Klemensar sem lýsa atburðarás sem hann lifði sjálfur og eru ritaðar frá hans sjónarhorni. Stóran hluta ævinnar stóð hann á miðju leiksviði sögu Íslands. Margt af því sem hann tók þátt í til telst til lykilatburða í Íslandssögunni og persónur sem hann átti í samskiptum við eru ýmsar þjóðkunnar. Endurminningar hans fjalla þó ekki aðeins um störf hans á vettvangi stjórnmálanna heldur eru þær einnig persónuleg frásögn af fjölskylduhögum, innilegri gleði og djúpri sorg.
Meðfylgjandi í viðhengi er samantekt á þeim hluta lífs hans sem hann og fólkið hans tengdist Akureyri og Eyjarfirði, word skjal. Sem og mynd af kápu og mynd af kápu og Klemensi sjálfum og enn önnur fjölskyldunni tekin á Ak.