
Samfélagið er lykill að íslensku
Dagana 19.–20. september fer fram umfangsmikil ráðstefna í Háskólanum á Akureyri um kennslu íslensku sem annars máls með sérstakri áherslu á nám fullorðinna. Ráðstefnunni er ætlað að bregðast við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um samráðsvettvang á þessu sviði.