Meiri áhugi á SAk og Akureyri en bjóst við

Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefur ferðast um Skandinavíu með það að markmiði að laða íslenska lækna aftur heim. Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, var fulltrúi SAk í ferðinni.

Lesa meira

Akureyri - Bæjarráð samþykkir að styðja áfram við starfsemi Flugklasans Air 66N

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi ráðsins i gær að styðja áfram við starf Flugklasan Air66 með fjárframlagi sem kemur kr. 500 á hver íbúa bæjarins.

Lesa meira

Hafnarsjóður Norðurþings dæmdur til að greiða tugi milljóna

Á vef Visis í dag er að finna frétt um niðurtöðu Landsréttar i máli hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle giants á Húsavík gegn Hafnarsjóði Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir.

Lesa meira

Laugaparið

Laugaparið, bronsstytta af pilti og stúlku var afhjúpuð á Laugum í 100 ára afmælisveislu Laugaskóla.

Lesa meira

Stofnun Farsældarráðs Norðurlands eystra – Nýr kafli í samvinnu í þágu farsældar barna

Í gær 30. október 2025 var Farsældarráð Norðurlands eystra formlega stofnað við hátíðlega athöfn á Akureyri að viðstöddum hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra Guðmundi Inga Kristinssyni sem flutti ávarp af þessu tilefni. Þá voru viðstaddir bæjar- og sveitarstjórar svæðisins og stjórnendur ríkisstofnana og annarra lykilþjónustuveitenda í málefnum barna í landshlutanum. Þá fluttu Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE og Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri Farsældarráðs Norðurlands eystra ávörp. Þá steig tónlistarkonan Dana Ýr á stokk og spilaði lög sem pössuðu vel við þessi tímamót.

Lesa meira

Veður fer hlýnandi

Fyrsti vetrardagur  var um liðna helgi  og  óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið áminningu um það hvað framundan gæti verið næstu mánuði s.l. 10 daga eða svo.

Lesa meira

Akureyri er svæðisborg

Bæjarráð Akureyrar fagnar því að þingsályktunartillaga um borgarstefnu hafi verið samþykkt og leggur áherslu á að sveitarfélagið sé reiðubúið að taka virkan þátt í vinnu við gerð aðgerðaáætlunar. Akureyri er nú skilgreind sem svæðisborg eftir samþykkt á Alþingi. Með borgarstefnu er stuðlað að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi.

Lesa meira

Raflínumöstur fjarlægð í Kjarnaskógi

Þessa vikuna er verið að fjarlægja raflínumöstur Laxárlínu í Kjarnaskógi enda búið að leggja allar raflínur í jörð en vegna þessa má búast við umferð vinnutækja á göngu- og skíðabrautum.

Lesa meira

„Hlakka alltaf til að halda í höfuðstað Norðurlands“

„Ég á frændfólk og vini á Akureyri og hlakka því alltaf til að halda í höfuðstað Norðurlands, borgina góðu norðan heiða sem við þurfum að efla og styrkja enn frekar svo að skynsamlegt jafnvægi í byggð haldist nú eitthvað í landinu. Þá skiptir öflugt háskólasamfélag miklu máli,“ svarar Guðni aðspurður um heimsókn hans norður yfir heiðar.

Lesa meira

„Er ekki eðlilegt, að eftir 100 ár sé skólinn friðaður?“

Um það bil 1000 manns komu saman á Laugum 25. október til þess að fagna 100 ára afmæli Laugaskóla. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var hrærður eftir hátíðardagskrána, sem var vel skipulögð og mjög svo í anda Laugamanna. Nóg sungið og slegið á létta strengi, gengið um hallir minninganna saman og góðum degi lokið með Sæmundi í sparifötunum og mjólkurglasi í matsalnum.

Lesa meira

Kynning - Besti bitinn af þorskinum í matvöruverslanir innanlands

„Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.

Lesa meira

Kynning - Hagspá Arion banka kynnt á Akureyri

Arion banki stendur fyrir tveimur spennandi viðburðum á Akureyri í þessari viku.

Sá fyrri er hluti af Konur fjárfestum átaksverkefni bankans og fer fram á Drift EA fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísk atriði varðandi stofnun fyrirtækja. Fullbókað er á viðburðinn.

 

 

Lesa meira

Framtíð líkamsræktarstöðva og heilsutengdrar starfsemi á Húsavík

Benóný Valur Jakobsson, Ísak Már Aðalsteinsson og Rebekka Ásgeirsdóttir skrifa

Lesa meira

Framleiðslu- og Íslandsmet slegin daglega til áramóta

Liðlega tvö þúsund tonn af laxi hafa verið unnin á þessu ári í Silfurstjörnunni, landeldisstöð Samherja fiskeldis ehf. í Öxarfirði.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu í dag

Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Bókarkynning Segir mamma þin það?

Hjá Bókaútgáfunni Hólum var að koma út bókin Segir mamma þín það? eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hún inniheldur gamansögur úr skólum, vítt og breitt um landið, og auðvitað koma Akureyringar þar við sögu. Hér á eftir verður gripið niður í bókina:
 
Lesa meira

Smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði á tveimur svæðum

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að samþykktar verði tillögur um tvö svæði í bænum undir smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði. 

Lesa meira

Sunna Valsdóttir hópstjóri hundaheimsóknarvina Rauða krossins við Eyjafjörð

„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.

Lesa meira

Vegur sorgarinnar - Bleikur október

Nú er langt liðið á október mánuð, sem oft er nefndur bleikur október og tileinkaður baráttunni við krabbamein. Flest okkar eigum við ættingja eða vini sem hafa þurft að berjast við þennan skæða óvin, fyrir utan þá sem hafa þurft að berjast gegn honum óumbeðið. Margir falla í valinn eftir erfiða baráttu en sem betur fer eru einnig margir sem knýja fram sigur. Þessa dagana hugsa ég mikið til Brynju systur minna sem lést eftir afar erfiða og snarpa baráttu við hið illvíga mein, en hún lést um fjórum mánuðum frá því að hún var greind.
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein, einnig fyrir aðstandendur. Við tekur mikil óvissa og mikilvægt að þétta hópinn í kringum þann sem hefur greinst með krabbamein. Baráttan er oft löng og ströng, en stundum er hún snörp og sjúkdómurinn illvægur og gefur engin grið.
Lesa meira

Vegur sorgarinnar - Bleikur október

Nú er langt liðið á október mánuð, sem oft er nefndur bleikur október og tileinkaður baráttunni við krabbamein. Flest okkar eigum við ættingja eða vini sem hafa þurft að berjast við þennan skæða óvin, fyrir utan þá sem hafa þurft að berjast gegn honum óumbeðið. Margir falla í valinn eftir erfiða baráttu en sem betur fer eru einnig margir sem knýja fram sigur. Þessa dagana hugsa ég mikið til Brynju systur minna sem lést eftir afar erfiða og snarpa baráttu við hið illvíga mein, en hún lést um fjórum mánuðum frá því að hún var greind.
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein, einnig fyrir aðstandendur. Við tekur mikil óvissa og mikilvægt að þétta hópinn í kringum þann sem hefur greinst með krabbamein. Baráttan er oft löng og ströng, en stundum er hún snörp og sjúkdómurinn illvægur og gefur engin grið.
Lesa meira

Þarf alltaf að vera sól?

Hvað liggur konu á rúmlega miðjum aldri á hjarta nú þegar haustið minnir á sig með beljandi rigningu og ekki er undan neinu að kvarta.

Lesa meira

Hagfræðingur með heimskautasýn Vísindafólkið okkar – Joan Nymand Larsen

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Joan Nymand Larsen, prófessor við Félagsvísindadeild, er vísindamanneskja októbermánaðar.

Lesa meira

„Frábært samfélag sem getur vaxið með þeim atvinnutækifærum sem sannarlega munu koma“

-Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fulla ástæðu til bjartsýni fyrir framtíðinni þrátt fyrir erfiða stöðu núna

Lesa meira

Samfélag sem stendur saman

Benóný Valur Jakobsson skrifar

Lesa meira

Fjölmennur samstöðufundur á Breiðumýri

Í tilefni dagsins stóðu nokkur félagasamtök fyrir samstöðufundi kl. 14:00 í Félagsheimilinu Breiðumýri. Fullt hús og boðið var upp á magnaða dagskrá með söng með fróðlegu efni í bland.

Lesa meira

Húsavík - Falleg og notaleg stund á Stangarbakkanum

Á aðalfundi Framsýnar í vor var ákveðið að minnast kvennaársins 2025 með gjöf á 5 sætisbekkjum sem komið yrði fyrir í núverandi og þáverandi sjávarbyggðum á félagssvæðinu

Lesa meira

Norðlensk hönnun og handverk í Hlíðarbæ

Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu nú um komandi helgi, 25. - 26. október næstkomandi í Hlíðarbæ.

Lesa meira