
Bréf frá Stórutjarnarskóla um We-Við-Meie
Í vor fengum við, nemendur í elstu bekkjum Stórutjarnaskóla og Sigríður Árdal og Marika Alavere, styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Markmið verkefnisins var að efla samskipti, samvinnu og sjálfstraust þátttakenda. Kynnast ólíkri menningu og skoða og kynnast náttúrunni og vekja okkur til umhugsunar af hverju við þurfum að hugsa um náttúruna.