Geðveikt skákmót

Mynd: The Atlantic
Mynd: The Atlantic

Grófin geðverndarmiðstöð hefur á síðustu þremur árum unnið mikið og gott forvarnarstarf sem margir hafa notið góðs af. Grófin hefur líka sinnt mikilvægu hlutverki með því að opna umræðu um geðsjúkdóma í fjölmiðlum og með fræðslu í skólum og í samfélaginu almennt.

Skákfélag Akureyrar vill láta gott af sér leiða með því að halda skákmót til styrktar Grófinni. Tímamörk verða 5+3 sem þýðir að hver þátttakandi fær fimm mínútur á hverja skák að viðbættum þremur sekúndum fyrir hvern leik. Aðgangseyrir er 1.000 kr. sem rennur óskiptur til Grófarinnar. 

Skákmótið fer fram í húsnæði Skákfélags Akureyrar í Íþróttahöllinni sunnudaginn 4. desember og hefst kl. 13. 

 


Nýjast