Hugvekja flutt í aftansöng í Húsavíkurkirkju á gamlársdag 2025
Kæru kirkjugestir
Aðventan er að baki og sjálf jólin standa yfir með sínum hátíðarblæ og fallegu jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Það er eitthvað við þennan tíma ársins, þessa dimmustu vetrardaga og gleðina sem jólahátíðin færir okkur. Svo hækkar sólin smátt og smátt á lofti, nýárssólin sem vermir okkur fyrstu janúardagana og gefur fyrirheit um bjarta tíma.