Akureyri steinhætt að tapa

Viðsnúningur Akureyringa heldur áfram, nú þurfti Selfoss að lúta í lægra haldi.
Viðsnúningur Akureyringa heldur áfram, nú þurfti Selfoss að lúta í lægra haldi.

Ak­ur­eyri og Sel­foss mætt­ust í kvöld í Olís-deild karla í hand­bolta í KA heimilinu. Leik­ur­inn var sannkallaður háspennuleikur allt til loka, þar sem Akureyri handboltafélag hafði betur.

Ak­ur­eyr­ing­ar höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik, spiluðu góða vörn en fengu nokkr­ar brott­vís­an­ir. Sel­fyss­ing­ar voru seinir í gang en komust þó smám saman betur inn í leikinn. Akureyringar hleyptu þeim þó aldrei of nálægt sér. Dóm­ar­arn­ir hentu Sel­fyss­ing­um útaf í bunk­un en þeir stóðu mót­lætið af sér.

Í seinni hálfleik átti Sel­foss fyrst mögu­leika á að kom­ast yfir þegar rúm mín­úta var eft­ir, en klúðraði tveim­ur síðustu sókn­um sín­um. Heimamenn gengu á lagið og silgdu sigrinum í land 25:23

Ak­ur­eyr­ing­ar hafa nú spilað sex leiki í röð án taps og er nú í fyrsta skipti í vet­ur komið úr fallsæti. Sel­foss er um miðja deild með fjór­tán stig.

 


Nýjast