Góður árangur LMA í Leiktu betur 2025
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tók þátt í Leiktu betur í liðinni viku. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna (e. improvisation) og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. – 9. nóvember.