Öll skip Samherja í höfn og komin í jólabúning 22.12.2025
Öll skip Samherja eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólaleyfi.
Flest skipin liggja við bryggju á Dalvík en einnig á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru öll skipin vel skreytt í tilefni jólanna. Myndirnar voru teknar um helgina.
Síðasta skipið í land var Kaldbakur EA, sem landaði á Dalvík í gær.
Ísfisktogarar félagsins fara svo í stutta túra milli jóla- og nýárs til að sjá vinnslum félagsins á Dalvík og Akureyri fyrir hráefni í byrjun nýs árs.
Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri
Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík.
Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.
Vilhelm Þorsteinsson við bryggju á Akureyri / mynd: Axel Þórhallsson.
www.samherji.is sagði fyrst frá