Gyða Árnadóttir: Minningar frá Akureyri
Gyða Árnadóttir bjó á Akureyri frá barnsaldri og flutti austur í Neskaupstað fyrir átta árum. Hún starfar nú hjá Steininum, sem er nytjamarkaður þar í bæ. Þegar Gyða bjó á Akureyri ráku foreldrar hennar ávaxta- og grænmetisbúð þar og tóku hún og systur hennar virkan þátt í því starfi, og sérstaklega um jólin, þar sem mikið var að gera yfir hátíðirnar.