Nýjar gönguleiðir á Norðurlandi eystra
Á síðasta ári var í gangi verkefni um skráningu gönguleiða á Norðurlandi eystra, sem unnið var af Markaðsstofu Norðurlands. Markmið verkefnisins var að koma á miðlægu og samræmdu skráningarkerfi fyrir gönguleiðir á svæðinu og tryggja ferðafólki áreiðanlegar upplýsingar til að auðvelda val á leiðum sem henta bæði byrjendum og reyndari göngufólki. Í verkefninu voru skráðar 20 gönguleiðir um allt Norðurland eystra sem stuðla að öruggri og ánægjulegri útivist.