Mikil þörf fyrir fagmenntað fólk í veitingageiranum
Alls hófu sex nemendur nám í 2. bekk í matreiðslu í VMA nú um áramót. Þetta er fyrri áfanginn af tveimur í námi að loknu grunnnámi sem nemendur þurfa að ljúka til þess að fara í sveinspróf í matreiðslu. Framhaldið með 3. bekkinn ræðst af fjölda umsókna, en hann verður mögulega í boði á næstu haustönn eða vorönn að ári liðnu.