Samráð yfirvalda við bílaleigur var ekkert
Mikillar óánægju gætir á meðal forsvarsmanna bílaleiga á Íslandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sem taka eiga gildi um næstu áramót. Að sögn Steingríms Birgissonar verður höggið fyrir Höld-Bílaleigu Akureyrar afar þungt og er fyrirtækið nú þegar farið að búa sig undir álögur upp á nokkur hundruð milljónir sem vel væri hægt að koma í veg fyrir með samtali á milli greinarinnar og ráðherra.