10 ára að gera það gott erlendis

Ísold Fönn með gullið um hálsin. Mynd: sa.is
Ísold Fönn með gullið um hálsin. Mynd: sa.is

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir er um þessar mundir við æfingar og keppni í listhlaupi á skautum í Slóvakíu. Fyrir skemmstu tók hún þátt í sterku móti fyrir Íslandshönd í Slóvakíu og sigraði hún flokk 10 ára stúlkna með 42.24 stig.

Ísold Fönn keppti svo aftur í Sloveníu á Skate Celje á föstudag en þar var hún með  nýtt prógram og náði nýju stigameti í European Criterium mótaröðinni. Í flokknum hennar Cups I kláruðu 36 stúlkur frá 9 þjóðum keppni. Ísold bætti stigametið sitt í mótaröðinni um 3 stig og sigraði með 38.89 stigum.

Ísold sigraði sinn flokk cups II samanlagt á European Criterum á síðasta ári og stefnir hún í sömu átt með þessum frábæra árangri á mótinu í gær. European Criterium er 5 móta röð þar sem skautararnir safna sér stigum með árangari á mótunum.

Það má með sanni segja að hér er mikil hæfileikastúlka á ferðinni sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.


Nýjast