Dekurdagar 2025 – 7,7 milljónir!
Frumkvöðlarnir á bakvið Dekurdaga eru þær Vilborg Jóhannesdóttir og Inga Vestmann. Dekurdagar hafa verið einn stærsti bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis undanfarin ár.
Frumkvöðlarnir á bakvið Dekurdaga eru þær Vilborg Jóhannesdóttir og Inga Vestmann. Dekurdagar hafa verið einn stærsti bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis undanfarin ár.
Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, valdi á dögunum 27 leikmenn í landsliðshóp GSÍ og var fyrsta æfingahelgi þessa hóps haldin fyrir sunnan dagana 21.-23. nóvember.
Skóverslunin Steinar Waage opnaði um liðna helgi nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri. Útivistarverslunin Ellingsen og skóbúðin AIR opnuðu á sama tíma verslanir á Glerártorgi eftir flutning frá Hvannavöllum. Verslanirnar eru hluti af S4S.
Þingeyjarsveit bauð til upplýsingafundar um stöðu fiskþurrkunar ÚA, þriðjudaginn 25. nóvember klukkan 17:00. Fundurinn var haldinn í Þinghúsinu á Breiðumýri.
„Við erum á fullu þessa dagana að ræða við menn sem stefna á að styðja okkur. Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum,“ segir Sigfús Ólafur Helgason fyrrverandi sjómaður sem ásamt fleirum vinnu að því að bjóða fram lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í maí á næsta ári.
Róbóti sem þrífur vélbúnað í vinnslu Samherja á Dalvík hefur verið tekinn í notkun, eftir um tveggja ára þróunarferli í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Rbot9.
Á heimasíðu VMA er sagt frá skemmtilegri hefð sem skapast hefur þar á bæ, en þær Hanna Þórey og Dagný bókasafnskonur hafa reist heilmikið bókajólatré.
Fulltrúar 12 samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Norðurlands eru nú staddir á Bretlandi, þar sem þeir hafa tekið þátt í vinnustofum með fulltrúum breskra ferðaskrifstofa.
Framkvæmdir hafa staðið yfir við sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps í haust með það að markmiði að bæta aðstöðu fyrir sundlaugargesti.
Eftirfarndi tilkynning var birt á Facebookarvegg Vélfags efh rétt í þessu:
Krónan hefur nú valið þau fjórtán verkefni sem hljóta samfélagsstyrk frá Krónunni í ár og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni í nærsamfélagi verslana Krónunnar. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Danssetrið á Akureyri fyrir kaupum á búnaði fyrir barnajóga og danskennslu.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og sérfræðingur ráðuneytisins á sviði mannauðsmála funduðu í gær með framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), fulltrúum lækna og fagráði SAk vegna erfiðrar stöðu á SAk við mönnun ákveðinna sérgreina, þá sér í lagi lyflækninga.
„Þetta var skemmtilegasta nám sem ég hef farið í,“ segir Elísabet Sævarsdóttir veitingastjóri veitingastaðarins Striksins á Akureyri en hún var í fyrsta námshópnum í framreiðslu sem VMA brautskráði vorið 2023.
Framkvæmdir við vegkerfi, fráveitu og ofanvatnskerfi í Ölduhverfi sem rís í Eyjafjarðarsveit ganga vel.
Agnieszka Szczodrowskavar valin „Jólasveinn ársins 2025“ á lokafundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu. Fundurinn fór vel fram að venju og skemmtu fundarmenn sér afar vel undir heimatilbúnum skemmtiatriðum og góðum veitingum frá Gamla bauk.
Það er löngu liðin tíð að siglt sé yfir úfin höf með jólatréð á Ráðhústorgi sem vinir okkar í Randers hafa lagt bæjarbúum til um árabil, alveg frá tíð þegar Ísland var nánast skóglaust.
Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi var gengin frá Ráðhústorginu að Amtsbókasafninu í dag, í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.
Finnastaðir í Eyjafjarðarsveit er eitt þeirra hrossaræktarbúa sem fagráð í hrossarækt tilnefndi til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins
Hættan á því að lenda í netsvikum hefur sjaldan, verið jafn mikil og nú. Netverslun verður sífellt vinsælli enda er hún einstaklega þægileg, þar sem neytandinn þarf rétt svo að lyfta litla fingri til þess að fá vörurnar sínar sendar heim að dyrum.
Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa stóðu fyrir opinni ráðstefnu á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 20. nóvember, s.l. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“, og markmið hennar var að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík og á öllu Norðurlandi.
Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Samsýningin Viðbragð og sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, Undir berum himni. Í tengslum við fyrrnefndu sýninguna fremur bandaríska listakonan Laura Ortman gjörning kl. 20.40.
Ljósin á jólatrénu við Ráðhústorg verða tendruð laugardaginn 29. nóvember kl. 16 við hátíðlega athöfn á Jólatorginu.
Varlega áætlað er tjón fimm húsfélaga sem eru við Kristjánshaga 2 , Davíðshaga 2 og 4, Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 allt að 1,2 milljónir króna vegna skemmdarverka.
„Við getum lofað skemmtilegri kvöldstund,“ segir Auðbjörg Ólafsdóttir sem ásamt Sóleyju Kristjáns verður með glænýtt uppistand; konur þurfa bara… á Græna hattinum á fimmtudagskvöld í næstu viku, 27. nóvember. Eins og nafnið ef til vill gefur til kynna velta þær stöllur fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara.
Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu.
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært lyflækingadeild Sjúkrahússins á Akureyri stóla og sófa að gjöf.