
Byggingaréttur á lóðum á Torfunefsbryggju boðin út í maí
Byggingaréttur á tveimur lóðum við Torfunefsbryggju þar sem eru til staðar fimm byggingareitir verður boðin út nú síðar í maí.
Byggingaréttur á tveimur lóðum við Torfunefsbryggju þar sem eru til staðar fimm byggingareitir verður boðin út nú síðar í maí.
Þetta dásamlega veður sem landsmenn njóta er gleðiefni og er þá vægt tekið til orða, á heimasíðu Þingeyjarsveitar er þessari blíðu fagnað.
Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.
Í heimi þar sem hraði breytinga og flókin samfélagsmál eru daglegt brauð, skiptir máli að staldra við og beina sjónum að því sem skiptir mestu máli: farsæld fólks. Ráðstefnan Sjónaukinn 2025, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri dagana 19. og 20. maí, leitast við að varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til að efla samfélagslega velferð og vellíðan. Undirtónn ráðstefnunnar er skýr: Við höfum öll hlutverki að gegna – og með samvinnu getum við skapað samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.
Í hádeginu í gær fór fram vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Þrátt fyrir áskoranir í rekstri varð þó mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Margir biðu spenntir eftir því að Alþingi tæki til starfa eftir páskafrí þingmanna og ég var þeirra á meðal. Á dagskrá þingsins voru hugmyndir um að hækka talsvert skatta sem lagðir eru á sjávarútveginn umfram aðra atvinnuvegi. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og hlakkaði til að hlusta á upplýsandi umræðu um auðlindir og auðlindanýtingu. Ég kom mér því notalega fyrir við sjónvarpsskjáinn áður en Silfrið byrjaði í sjónvarpi Ríkisútvarpsins fyrsta mánudag eftir frí þingmanna.
Fimm tilboð bárust í byggingu á nýrri steinsteyptri göngubrú í götustæði Borgarbrautar, auk stígagerðar að aðliggjandi stígum, uppsetningu á grjótkörfum, stoðveggjum og uppsetningu á lýsingu.
Upp er runninn síðasti kennsludagur þessarar vorannar 2025. Í mörg horn hefur verið að líta síðustu daga fyrir bæði kennara og nemendur enda þarf að ljúka við hin ýmsu verkefni og einnig eru próf í mörgum námsáföngum. Fram undan eru námsmatsdagar og punkturinn verður síðan settur yfir i-ið með brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 24. maí.
Háskólinn á Akureyri leitar að brautryðjendum sem langar að taka þátt í spennandi þróunarverkefni og hefja nám við skólann.
Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00
Á fundi byggðaráðs Norðurþings á dögunum Óskaði Rebekka Ásgeirsdóttir S-lista eftir umræðu sjúkraflug frá Húsavíkurflugvelli.
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.
Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.
Fyrir liggja drög að þjónustusamningi til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum þar sem gert er ráð fyrir að Kisukot verði áfram starfrækt við Löngumýri á Akureyri svo sem verið hefur í rúman áratug.
„Það er örlítil aukning þegar horft er til komandi sumars, en svo er lítið sem ekki neitt að gerast þegar kemur inn á haustið. Frá september til áramóta er bara varla hreyfing,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds Bílaleigu Akureyrar. Hann bætir við að ef allt fer á versta veg varðandi upptöku kílómetra gjalds í sumar megi gera ráð fyrir gríðarmiklu tjóni hjá bílaleigum, sem í tilviki Bílaleigu Akureyrar nemur hundruðum milljóna.
,,Ég óskaði eftir því fyrir helgi við formann atvinnuveganefndar að forsvarsmenn sveitarfélagsins Norðurþings, PCC á Bakka og Samtökum iðnaðarins færu yfir stöðuna með okkur í atvinnuveganefnd þingsins sem allra fyrst."
-segir Haukur Marteinsson nautgripabóndi á Kvíabóli en þingeyskir bændur eru stórtækir í kornrækt
Stefnt er að því að bjóða lóðir við Hofsbót 1 – 3 út á ný síðar í maí. Lóðirnar voru boðnar út í fyrravor. Engar umsóknir bárust um þær þá.
Það er eitt og annað rætt í nefndum bæjarins. Í einni þeirra kviknaði til dæmis sú hugmynd hvort ekki væri rétt að banna nagladekk á göngugötunni. Ég man ekki hver lagði þetta til enda ríkir trúnaður um það sem fram fer á nefndarfundum. Svo ekki spyrja mig.
Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju á liðnu ári voru rétt tæpar 300 milljónir miðað við rúmar 266 milljónir árið áður.
Viðburður til heiðurs Hjalta Snæ Árnasyni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöldið 9. maí og hefst hann kl. 20. Hjalti Snær hefði orðið 23 ára í dag. Hann fór í sína daglegu morgungöngu frá Laugarási í Reykjavík fyrir 7 vikum síðan, gekk þar í sjóinn og hefur enn ekki fundist.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að stækka lóðina við Fálkafell til samræmis við óskir Skátafélagsins Klakks en með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.
„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.
Starfsmannavelta er lítil hjá Norðurorku og starfsreynsla mikil og góð. Erla Björg Guðmundsdóttir Valgerðardóttir mannauðsstjóri kallaði upp á svið á aðalfundi Norðurorku á dögunum, það starfsfólk sem lætur af störfum hjá fyrirtækinu fyrir aldurs sakir og þakkaði fyrir gifturík störf í þágu þess.