„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.
Jón Heiðar Jónsson skemmtir sér á nýja hjólinu
Hjólin hannaði og smíðaði verkfræðingur í Alasundi í Noregi. Sá á fatlaða konu sem átti þess ekki kost að koma í ferðir með fjölskyldunni þegar farið var utan alfaraleiða. „Það fannst honum glatað, settist niður og hóf að hann farartæki og útkoman voru þessi Exoquad hjól sem segja má að hafi slegið í gegn,“ segir Jón Gunnar sem annast innflutning og sölu á hjólunum. „Þetta fer vel af stað, viðtökur eru góðar og ekki hægt að kvarta yfir þeim,“ segir hann er þegar hafa átta hjól af þessari gerð verði seld hér á landi.
Drifgeta í torfærum ótrúleg
Hjólin eru létt og lipur, um 90 kíló. Þau eru fjórhjóladrifin með sjálfstæðum fjórhjólafjöðrum á hverju hjóli. Undir þeim eru gasdemparar og fær hver og einn kaupandi hjólið sett upp fyrir sína þyngd. Rafhlaðan endist í fjóra til fimm tíma eftir hitastigi úti og hvort verið sé að brölta um í miklum torfærum. „Drifgeta þessa hjóls í torfærum er ótrúleg,“ segir Jón Gunnar sem sannreyndi það á ferð sinni upp á Glym á dögunum. En hann komst hálfa leið upp, alveg þar til hann koma þar að sem stígurinn fer niður um þverhnípta leið. „Ég hef ekki komið á þessar slóðir í fjöldamörg ár, ekki síðan ég var leiðsögumaður með ferðafólk og fór þar um fyrir líklega um 20 árum.“
Hér er Jón Gunnar kominn á hjólinu að Skógarfossi.
Jón Gunnar sér fyrir sér sæla langa sumardaga á hjólin við veiðiskap og segir það nýtast einkar vel til að komast upp bakka sem dæmi. „Það er líka mikill kostur við þetta hjól að það er nánast hljóðlaust, það heyrist ekki nema örlítið suð. Fjórhjólin bensínknúnu eru aftur á móti mjög hávær og þung, skilja eftir sig spor sem þessi hjól gera ekki. Maður fellur fyrir vikið betur inn í hópinn,“ segir hann.
Valda ekki skemmdum
Einn góður kostur við hjólin er að þau valda ekki skemmdum á náttúrunni. Þau eru létt og undir þeim eru breið fjallahjóladekk sem lítið loft er í. Þau valdi því litlu álagi á jörðina sem farið er um.
Þá nefni hann að hægt sé að fá hjólin með ýmsum búnaði sem hentar hverjum og einum. Sem dæmi geta þeir sem hafa glatað fínhreyfingum í fingrum fengið hjól með stýrisbúnað sem hægt er að stjórna með lófanum.
Jón Gunnar segir að Sjúkratryggingar endurgreiði ekki VSK-inn heldur fer það í gegnum Ríkissjóð „Þetta tæki opnar gríðarmikla möguleika fyrir fatlað fólk að njóta útivistar og náttúru. Þeir sem hafa prófað eru mjög hrifnir af tækinu,“ segir hann og bætir við að Sjúkratryggingar endurgreiði virðisaukaskatt vegna kaupanna og getið það numið á bilinu 500 til 600 þúsund krónum.
Hægt er að skoða hjólin og fræðast um þau á vefsíðunni exoquad.is.