Lóðir við Hofsbót 1-3 boðnar út í þessum mánuði

Finnast kaupendur að þessum lóðum í þetta sinn
Finnast kaupendur að þessum lóðum í þetta sinn

Stefnt er að því að bjóða lóðir við Hofsbót 1 – 3 út á ný síðar í maí. Lóðirnar voru boðnar út í fyrravor. Engar umsóknir bárust um þær þá.

Skipulagsráð fjallaði um uppfærða tillögu að útboðsskilmálum fyrir lóðirnar við Hofsbót 1-3 í miðbæ Akureyrar og samþykkt þær tillögur. Bæjarráð hefur samþykkt að útboðsleiðin verði farin við útboð á byggingarétti á lóðinni.

Við útboð í fyrravor setti bæjarráð þá skilmála að lámarksboð í báðar lóðir væru ríflega 263 milljónir króna.

BSO hefur 6 mánuði til að færa sína starfsemi af lóðinni þegar Akureyrarbær hefur samþykkt tilboð í byggingaréttinn.

Gert er ráð fyrir að húsin á lóðunum verði mishá, þau hæstu fimm hæðir en önnur lægri. Á jarðhæð er gert ráð fyrir verslun- og þjónustu en einnig verður heimilt að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Íbúðir verða á efri hæðum. Sameiginlegur bílakjallari fyrir báða lóðir verður undir húsunum með inn og útakstri frá Strandgötu.

Nýjast