,,Ég óskaði eftir því fyrir helgi við formann atvinnuveganefndar að forsvarsmenn sveitarfélagsins Norðurþings, PCC á Bakka og Samtökum iðnaðarins færu yfir stöðuna með okkur í atvinnuveganefnd þingsins sem allra fyrst."
Þetta kemur fram í Facebookfærslu sem Njáll Trausti Friðbertsson birtir í dag, og hann heldur áfram .:
Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki
,,Rekstur kísilverksmiðjurnar á Bakka hefur verið þungur síðustu árin og þá sérstaklegu á síðustu misserum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Það hefur komið fram fjölmiðlum að rekstur sveitarfélagsins byggist að stórum hluta á beinum og óbeinum tekjum sem starfsemin skili til Norðurþings.
Ástandið í heimsmálunum hefur haft mikil áhrif á markaðinn fyrir kísilmálm og mikil óvissa fram undan í rekstri fyrirtækisins" skrifar Njáll að endingu í fyrr nefndir færslu.