Fimm tilboð bárust í byggingu á nýrri steinsteyptri göngubrú í götustæði Borgarbrautar, auk stígagerðar að aðliggjandi stígum, uppsetningu á grjótkörfum, stoðveggjum og uppsetningu á lýsingu.
Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins er 145 milljónir króna. Öll tilboðin reyndust yfir áætlun. Lægsta boð var frá SS-Byggir upp á 169 milljónir, 117% af áætluðum kostnaði. Aðrir sem buðu í verkið voru HHS verktaka, BB byggingar, Tréverk og Húsheild Hyrna. Hæsta boð var frá síðasttalda fyrirtækinu, 285 milljónir króna eða 197% af kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda SS Byggi