Enduruppbygging fram undan í Fálkafelli

Endurbætur eru fyrirhugaðar á skálanum góðkunna   Myndir GN/NH
Endurbætur eru fyrirhugaðar á skálanum góðkunna Myndir GN/NH

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að stækka lóðina við Fálkafell til samræmis við óskir Skátafélagsins Klakks en með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.

Skátafélagið Klakkur hefur óskað eftir leyfi fyrir enduruppbyggingu skátaskálans í Fálkafelli. Skipulagsráð setti það skilyrði að nýr lóðaleigusamningur yrði útbúinn með þeirri kvöð að Akureyrarbær fengi forkaupsrétt á eigninni.

Skátafélaginu Klakki voru send drög að samningi ásamt tillögu að lóðaruppdrætti sem þeim hugnast ekki og óska þeir nú eftir stærri lóð sem nær til brunnhúss sem sér skálanum fyrir vatni.

Til gamans gömul mynd af Fálkafelli sem sýnir að nokkuð hefur nú verið ,,prjónað" við í gegnum tíðina

Nýjast