Aðgerðaráætlun fyrir eldra fólk á Akureyri 2026 til 2030
Þjónusta við sífellt stækkandi hóp eldra fólks er eitt þeirra verkefna sem eru á könnu sveitarfélaga. Aðgerðaáætlun fyrir eldra fólk á Akureyri árin 2026 til 2030 var samþykkt í bæjarráði í lok nóvember, en áður hafði vinnuhópur verið að störfum um málefnið. Fyrsti hluti áætlunarinnar var samþykktur í bæjarráði við lok árs 2021.