Kristnnesspítali Ákveðið að opna 7 daga rými á á ný
Ákveðið hefur verið að opna 7 daga rými á ný á Kristnesspítala frá og með 7.-8. febrúar. Opnuð verður blönduð deild þ.e. dagdeild, 5 daga- og 7 dagadeild en starfsemin verður skert til að byrja með á meðan unnið er að því að manna deildina. Á deildinni verða 18 rými í fyrstu og óljóst í hve langan tíma starfsemin verður skert.