
Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka
Það var ánægjulegt að sækja fund hjá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) síðastliðinn föstudag. Rétt rúmlega hundrað manns mættu – áhugasamir, upplýstir og málefnalegir. Þar skapaðist gott samtal um þau mál sem brenna mest á eldra fólki í dag. Ábendingar komu víða að og spurningarnar voru margar og skýrar. Það var sérstaklega áberandi að umræðan snerist ítrekað að sömu kjarnamálunum: skerðingum, lífeyrissjóðum en einnig að heilbrigðisþjónustu.