Fréttir

Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu Hlíðarfjalli við Akureyri 4.-6. apríl

Dagana 4.-6. apríl mun allt fremsta skíðagöngufólk landsins koma sama í Hlíðarfjalli við Akureyri og etja kappi á Skíðalandsmóti Íslands í skíðagöngu. Mótið er haldið af Skíðafélagi Akureyrar en er einnig alþjóðlegt skíðagöngumót FIS (Alþjóða skíðasambandið).

Lesa meira

Óánægja í Hrísey með verðhækkun í ferjuna

„Það er í raun verið að takmarka möguleika á ferðum bæði til og frá Hrísey yfir vetrartímann, sem takmarkar möguleika á að sækja viðburði, kvöldnámskeið og heimsóknir til ættingja og vina sem búa í fjarlægð frá Eyjafjarðasvæðinu,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir í Hrísey. Íbúar í eynni vöktu á því athygli að Almannasamgöngur sem sjá um rekstur Hríseyjarferjunnar Sæfara fyrir Vegagerðina hækka verðskrá sína 1. maí næstkomandi.

Lesa meira

Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu

Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu.

Lesa meira

Húsavík - Öflugur breiður baráttuhópur fyrir áframhaldandi flugi

„Við erum með mjög öflugan baráttuhóp sem vinnur af krafti að því að tryggja flugsamgöngur tinn inn á svæðið,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar. Hann segir mikið í húfi og fjölmargir aðilar úr atvinnulífinu, ferðaþjónustunni og heilbrigðiskerfinu hafi gengið til liðs við hópinn.

Lesa meira

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Þessi loforð eru innantóm, því fyrsta stórtæka aðgerðin í geðheilbrigðismálum nýrrar ríkisstjórnar er að loka Janusi endurhæfingu – úrræði sem hefur í 25 ár þjónustað einn viðkvæmasta hóp samfélagsins; ungt fólk með alvarlegan geðrænan og félagslegan vanda.

Lesa meira

Um eitt þúsund manns á árshátíð Samherja í Póllandi

Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag í Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag

Lesa meira

ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu

Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni

Lesa meira

Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Sparisjóðirnir hefja samstarf um endurmenntun

Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Samband Íslenskra Sparisjóða (SÍSP) hafa gert með sér samstarfssamning um endurmenntun og símenntun fyrir starfsfólk sparisjóða um allt land. Markmið samstarfsins er að bjóða upp á sérsniðna fræðslu sem styrkir faglega færni, eykur hæfni í fjármálaþjónustu og styður við persónulegan og faglegan vöxt starfsmanna.

Lesa meira

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir bókun um fyrirhugaða hækkun veiðigjalda

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fjallaði um hugmynd ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda á fundi í gær mánudag. Á www.grenivik.is má lesa eftirfarandi.

Lesa meira

Fé án hirðis

Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. 

Lesa meira