Fjármögnun lokið á nýrri landeldisstöð Samherja
Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027.