Ljósmyndasýning á hafnarvæðinu á Húsavík

Mynd: Hafnir Norðurþings/Facebook.
Mynd: Hafnir Norðurþings/Facebook.
Nýverið var sett upp sýning á sögulegum ljósmyndum á hafnarsvæðinu á Húsavík. Á Facebook síðu Hafna Norðurþings segir að  um að ræða verkefni  sem sé unnið í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga. Að þetta sé aðeins eitt af mörgum verkefnum sem hafnirnar eru með á sínu borði til að bæta og efla starfsemina.
 
Bergur Elías Ágústsson, rekstrarstjóri Hafna Norðurþings segir mikla áherslu hafa verið lagða á að bæta ásýnd og að efla ímynd og gæði þjónustu hafnanna síðasta árið. ,,Unnið hefur verið í bættum öryggismálum á hafnarsvæðum, t.d. með betri afmörkun vinnusvæða og gönguleiða á Húsavík og með því að setja niður sérstaka flotbryggju á Raufarhöfn. Þá hefur verið unnið markvisst í að því að starfsfólk sæki aukin réttindi og menntun," segir Bergur.

Nýjast