PwC og Völsungur hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning sín á milli. PWC hefur verið öflugur samstarfsaðili félagsins undanfarin ár og séð um uppsetningu ársreikninga, könnun á ársreikningi Knattspyrnudeildar Völsungs vegna leyfiskerfis KSÍ, skilum á ýmsum fjárhagsgögnum og veitt faglega ráðgjöf er viðkemur rekstri íþróttafélags og þannig aðstoðað félagið að standast þær kröfur sem settar eru á íþróttafélög í dag. Samstarfið hefur því skipt miklu máli fyrir Völsung og mun gera það áfram.
„Það er okkur hjá PwC bæði ljúft og skylt að standa við bakið á Völsungi enda starf íþróttafélagsins, og íþróttafélaga almennt, gríðarlega mikilvægt í hverju samfélagi. Á persónulegu nótunum, þá er ég alinn upp í fjölbreyttu starfi íþróttafélags á landsbyggðinni svo það stendur mér nærri að geta stutt við starfsemi íþróttafélaga á því starfssvæði PwC sem ég veiti forstöðu“ sagði Rúnar Bjarnason forstöðumaður PwC á Norðurlandi við undirritun samningsins.