Minningarbekkur til heiðurs systkinunum Huldu Benediktsdóttur (f. 1938) og Sigurjóni Benediktssyni (f. 1936) hefur verið vígður í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit.
Þau systkinin bjuggu alla sína ævi í Bitrugerði og voru miklir hollvinir sveitarfélagsins. Lónsbakkahverfið er að stórum hluta til byggt úr landi Bitrugerðis og er bekkurinn staðsettur við leiksvæðið í Víðihlíð. Leikvöllurinn ber nú nafnið Bitrugerð í minningu þeirra systkina.