Neistinn tendraður í Kveikjunni Norðlensk fyrirtæki sameinast um nýsköpun innan fyrirtækja að sænskri fyrirmynd

Upphafsviðburður Kveikjunnar á vegum Driftar EA fór fram á dögunum í Messanum við Ráðhústorg á Akure…
Upphafsviðburður Kveikjunnar á vegum Driftar EA fór fram á dögunum í Messanum við Ráðhústorg á Akureyri Myndir aðsendar
Upphafsviðburður Kveikjunnar á vegum Driftar EA fór fram á dögunum í Messanum við Ráðhústorg á Akureyri. Þar komu saman fulltrúar ellefu fyrirtækja úr fjölbreyttum greinum atvinnulífsins og hófu formlega þátttöku sína í verkefninu.
Kveikjan er nýsköpunarverkefni Driftar EA með tengingu við Ignite Nordic sem er starfandi á Norðurlöndunum og miðar að því að efla nýsköpun og þróun innan starfandi fyrirtækja á svæðinu. Þátttakendur læra að nýta sér frjótt umhverfi skapandi hugsunar með aðgangi að öflugu tengslaneti Ignite Nordic undir leiðsögn Kveikjunnar.
 
Stjórn SSNE hefur valið Kveikjuna sem eitt af áhersluverkefnum þar sem það styður við markaðssetningu svæðisins sem spennandi valkost fyrir ungt fólk og fyrirtæki.
Kveikjan veitir rótgrónum fyrirtækjum einstakt tækifæri til að vaxa, þróast og tengjast frumkvöðlum með ferska sýn – samstarf sem getur skilað nýjum lausnum og raunverulegum verðmætum.
 
Fyrirtækin sem taka þátt í Kveikjunni 2025 eru:
•     Frost
•     Húsheild Hyrna
•     Höldur
•     Nortek
•     Rafeyri
•     Samherji
•     Slippurinn
•     SS byggir
•     Stefna hugbúnaðarhús
•     Sæplast
•     Vélfag
 
Viðburðurinn markaði upphafið að ferðalagi fyrirtækjanna í átt að nýjum tækifærum og lausnum. Markmiðið með deginum var að skapa sameiginlegan grunn fyrir hópinn, byggja tengsl og kveikja hugmyndavinnu sem nýtist í komandi vinnustofum og þarfagreiningu með ráðgjöfum Kveikjunnar.
 
Úr samtölum og hópavinnu á viðburðinum komu fram fyrstu lykiláherslur sem þátttakendur ætla að vinna að:
•     Skapa sterkan sameiginlegan vettvang þar sem fyrirtæki geta miðlað reynslu og lært hvert af öðru
•     Stuðla að markvissri tengingu atvinnulífs og menntunarstofnana
•     Auka samstarf í markaðssetningu og þróun
 
Og ekki síst: Að nýta betur tækifæri sem felast í nándinni, svæðisbundinni sérstöðu, öflugu tengslaneti og mannauðnum á svæðinu.
 
„Það er bæði hvetjandi og gefandi að taka þátt í svona prógrammi. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki á svæðinu geti lært hvert af öðru og sameinað krafta sína. Strax á fyrsta fundi var greinilegt að hér er hópur með mikinn metnað, góða orku og einlægan áhuga á að skapa eitthvað nýtt saman,“ sagði Björn Gíslason, framkvæmdastjóri Stefnu hugbúnaðarhúss.
 
 

Nýjast