Sumarið er byrjað í Hlíðarfjalli

Mynd af Facebooksíðu Hlíðarfjalls.
Mynd af Facebooksíðu Hlíðarfjalls.

Sumaropnun í Hlíðarfjalli hefst í dag, 8. júlí, og stendur til 6. september. Á tímabilinu verður hægt að nýta lyfturnar til að koma sér upp fjallið hvort sem það er til að njóta hjólagarðsins eða til að ganga um fjallið og njóta útsýnisins.

Breyting verður á opnunartíma í sumar en í samráði við Hjólreiðafélag Akureyrar hefur verið ákveðið að hafa opið:

  • Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.30-20.30
  • Laugardaga frá kl. 10-16

Auk þessa verður opið þrjár langar helgar frá fimmtudegi til sunnudags:

  • 17.-20. júlí (Enduro og Downhill keppnishelgi)
  • 31. júlí-3. ágúst (verslunarmannahelgin)
  • 28.-31. ágúst (Downhill keppnishelgi)

Fjarkinn mun ganga á þessum opnunartímum en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort Fjallkonan verður keyrð í sumar. Tilkynnt verður um það síðar.

Nýjast