Bygging Múmínturns í Ævintýraskóginum í Kjarna hefur staðið yfir um hríð og vart farið fram hjá nokkrum manni. Ýmsir hafa komið að því verki og kann Skógræktarfélag Eyfirðinga þeim bestu þakkir fyrir frábær vinnubrögð.
„Vegna fjölda fyrirspurna erum við afar glöð að segja frá því að þetta fína hús er nú klárt og ævintýraþyrst börn á öllum aldri geta nú spókað sig í flotta Múmínhúsinu,“ segir Ingólfur Jóhannsson á facebook síðu SE.„Við höfum átt í afar góðum samskiptum við Akureyrarbæ, rétthafa múmínævintýranna, fulltrúa framleiðanda múmínhússins osfrv , hlökkum til að vinna áfram að framgangi ævintýraskógarins.“
Skógræktarfélagið óskar öllum góðrar Múmínhelgar og endar færsluna á niðurlagi síðasta tölvupósts frá finnsku vinum sínumum leið og við gerum þau að okkar. Niðurlagið er sem sé :„Loistavaa fine“ sem snarað úr finnskunni á ylhýra gæti hljómað „Algerlega frábært“ nú eða bara “Assgolli fínt ! „