Jólalög og jólamyndir -Þröstur Ernir Viðarsson rýnir í úrvalið
Þröstur Ernir Viðarsson fjölmiðlafræðingur ólst upp í Bolungarvík en hefur verið búsettur á Akureyri síðan 2007. Hann er giftur Hrafnhildi Jónsdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Við ákváðum því að slá á þráðinn til hans og spyrja út í jólalög og jólamyndir. Hver eru fimm uppáhalds jólalögin hans og hvaða kvikmyndir finnst honum ómissandi í desember?