
Farsæld í brennidepli – öll eru velkomin! Sjónaukinn 2025
Í heimi þar sem hraði breytinga og flókin samfélagsmál eru daglegt brauð, skiptir máli að staldra við og beina sjónum að því sem skiptir mestu máli: farsæld fólks. Ráðstefnan Sjónaukinn 2025, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri dagana 19. og 20. maí, leitast við að varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til að efla samfélagslega velferð og vellíðan. Undirtónn ráðstefnunnar er skýr: Við höfum öll hlutverki að gegna – og með samvinnu getum við skapað samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.