,,EM í kraftlyftingum er lokið og er ég virkilega ánægður međ árangurinn og fullur jákvæðni eftir mótiđ. Ég varđ í öđru sæti í hnébeygju međ 357.5kg, sem var 10kg bæting á mínu eigin Íslandsmeti. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef staðið á verđlaunapalli á alþjóđlegu stórmóti, sem fyllti mig stolti varðandi þá vinnu sem ég hef lagt í sportið og þann árangur sem náðist"
Þetta skrifar Alex Cambray Orrason sem tryggði sér silfuverðlaun í hnébeygju á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði á dögunum. Mótið var haldið í Pilsen í Tékklandi en Alex keppir í -93kg opnum flokki.
,,Samanlagt lyfti ég 835kg á mótinu og endaði í 4.sæti. Ég var jafn lyftaranum í þriđja sæti varðandi samanlögð kg en þar sem ég var vigtađist þyngri varð það 4.sætið að þessu sinni. Ég er virkilega stolltur af því að geta stimplađ mig inn sem einn af þeim bestu í heiminum í hnébeygju, sem mig hefði ekki órað fyrir nokkrum árum. Árangurinn í bekkpressu og réttstöđulyftu var ađeins lakari en stefnt var á en á sama tíma veit ég ađ þar á ég helling inni. Ég lenti í smá kröppum dansi í bekkpressunni, vegna tæknilegra mistaka en þađ reddađist í þriđju lyftunni." bætir Alex sem var kjörinn Íþróttakarl Akureyrar og KA fyrir árið 2024.
Hér má sjá hvaða þyngdir fóru á loft hjá kappanum á þessu móti: