
Bílastæði við Hof verður stækkað
Samþykkt hefur verið í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrar að taka tilboði frá Finni ehf í stækkun á bílaplani við Hof. Bílastæðið verður stækkað á svæði sunnan við líkamsræktarstöð World Class og bætast þá við um 30 bílastæði.