
Afmæliskaffi GA í gær - sex nýir heiðursfélagar GA
Afmæliskaffi GA í tilefni 90 ára afmælis klúbbsins á árinu var haldið í golfskálanum að Jaðri í gær kl.14:00.
Afmæliskaffi GA í tilefni 90 ára afmælis klúbbsins á árinu var haldið í golfskálanum að Jaðri í gær kl.14:00.
Skrifað hefur verið undir samninga um sameiningu á Ferro Zink og Metal með fyrirvara um samþykki hluthafafunda og Samkeppniseftirlitsins. Með sameiningu þessara tveggja rótgrónu fyrirtækja verður til eitt öflugasta þjónustufyrirtæki á sviði iðnaðar á landinu með yfir 70 starfsmenn og starfsstöðvar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en ársvelta þessara félaga var samtals tæpir 5 milljarðar í fyrra.
Tilboð bárust frá tveimur lögaðilum í lóðirnar við Hofsbót 1 og 3, en frestur til að sækja um rann út í gær. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna í lóðirnar og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.
Þingeyjarsveit vill benda íbúum á einstakt útivistarsvæði sem margir hafa ekki enn uppgötvað, Hálsmelana. Árið 2022 var vígður 1,4 km langur göngustígur sem liggur um melana og býður upp á nærandi útivist í afar fallegu umhverfi.
Mig langar að þakka ykkur öllum sem hafa lesið lokaorðin mín á undanförnum vikum. Það er mér sérstaklega ánægjulegt að einhverjum skuli þykja skemmtilegt að lesa það sem ég hef skrifað. En í þetta sinn ætla ég að vera bæði leiðinlegur og skrítinn. Það er mér hvort sem er tamara.
„Við höfum lengi horft til Akureyrarvallar með hátíðahöld verslunarmannahelgarinnar og nú prófum við það. segir Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðarstofu Norðurlands sem sér um hátíðin Ein með öllu um verslunarmannahelgi á Akureyri. Samkomuhald sem var á flötinni við Leikhúsið verður fært á Akureyrarvöll. Margt sé spennandi og jákvætt við flutninginn.
Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á Akureyri sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur haft á sinni könnu verða lagðar niður 1. ágúst næstkomandi. HSN er með breyttu fyrirkomulagi að forgangsraða sínum verkefnum með því að beina kröftum sínum enn frekar til aldraðra einstaklinga sem í auknum mæli þurfa sérhæfða heilbrigðisþjónustu hvort sem er á heilsugæslu eða í heimahjúkrun. Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með fyrirhugaða breytingu.
-Framsýn þrýstir á frekari íbúðauppbyggingu á vegum íbúðafélagsins Bjargs á Húsavík og í Þingeyjarsveit
Bergur Elías Ágústsson, rekstrarstjóri Hafna Norðurþings segir mikla áherslu hafa verið lagða á að bæta ásýnd og að efla ímynd og gæði þjónustu hafnanna síðasta árið
Þrjár konur á besta aldri tóku sig til á dögunum og hófu að rífa upp illgresi og snyrta til við annars fallegan göngustíg sem tengir Höfðaveg og Héðinsbraut og liggur meðfram veitingastaðnum Hlöðufelli.
Nýja húsnæðið sem Landsvirkjun reisir verður á svokallaðri fjölnýtingarlóð milli skiljustöðvar og aflstöðvar Landsvirkjunar, og mun GeoSilica fá beinan aðgang að auðlindastraumum frá jarðvarmavinnslunni.
Múmínkastalinn í Ævintýralundi í Kjarnaskógi er tilbúinn. Ævintýraþyrst börn á öllum aldri velkomin að líta við.
Laugardaginn 5. júlí kl 18.00 opnar myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson sýningu á nýjum verkum í Dyngjunni - listhúsi í Eyjafjarðarsveit
Upphafsviðburður Kveikjunnar á vegum Driftar EA fór fram á dögunum í Messanum við Ráðhústorg á Akureyri. Þar komu saman fulltrúar ellefu fyrirtækja úr fjölbreyttum greinum atvinnulífsins og hófu formlega þátttöku sína í verkefninu.
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs.
PwC og Völsungur hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning sín á milli
Hnjúkur efh. hefur óskað eftir að fá úthlutað eða leigða lóð á Akureyri til að reisa á iðnaðarmanníbúðir.
Sótt hefur verið um leyfi til reksturs ölstofu á neðstu hæð Hafnarstrætis 95 við göngugötuna á Akureyri. Þar hefur um árabil verið rekið apótek,m.a. Stjörnuapótek í eina tíð og síðar Apótekarinn, en því var lokað nú nýverið.
Blood Harmony er samstarfsverkefni systkinanna Arnar, Aspar og Bjarkar Eldjárn sem hófst snemma árs 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á og sökum hans voru þau flutt í heimahagana fyrir norðan.
Framkvæmdum við 16 milljarða króna stækkun gagnavers atNorth á Akureyri miðar vel og er fyrri áfangi nú tilbúinn í rekstur. Samhliða stækkun gagnavers verður reist þjónustuhús fyrir ört stækkandi hóp starfsmanna félagsins á Akureyri.
Í dag fimmtudaginn 3. júlí kl 17:00 fögnum við 150 ára brúðkaupsafmæli Guðrúnar og Matthíasar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, mælir fyrir skál og Margrét Jónsdóttir leirlistakona verður með listamannsspjall um ný verk hennar í Sigurhæðum. Hér skapast áhugaverðar og skemmtilega tengingar í opnu samtali.
Öll velkomin og enginn aðgangseyrir sem fyrr á okkar gamla menningarheimili."
Meðfylgjandi myndir er teknar af Daníel Starrasyni og eru af tveimur verkum Margrétar "Matthías Jochumsson" og "Guðrún Runólfsdóttir".
Ragnheiður í Kisukoti hættir að þjónusta ketti í Akureyrarbæ
Myndlistarsýningin „Úr fullkomnu samhengi“ verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, fimmtudaginn 3. júlí kl. 16. Þar sýna þau Julie Tremble, Philippe- Aubert Gauthier og Tanya Saint- Pierre , kanadískt kvikmynda og Vídeólistafólk. Aukalega verður sérstök vídeódagskrá á opnun, með verkum eftir 7 listamenn.
Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, slógu í gegn við útskrift Vísindaskóla unga fólksins sem lauk föstudaginn 27. júní. Þau svöruðu fjölda spurninga sem nemendur höfðu sent embættinu, allt frá spurningum um uppáhaldslit hennar til þess hvort henni þætti Alþingi starfa vel. Alls 85 börn útskrifuðust að þessu sinni og er þetta ellefta starfsár skólans. Vísindaskólinn er rekinn af Rannsóknamiðstöð HA.
„Þú veist aldrei hvernig dagurinn verður,“ segir Ásdís Skúladóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á SAk, þegar hún lýsir starfinu sínu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og verkefnin eru síbreytileg. Þetta starf heldur manni á tánum – og það er einmitt það sem heillar.“
Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi skrifar
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyr hafa fært SAki enn eina mikilvæga gjöf – að þessu sinni til endurhæfingardeildar SAk.