
Ég segi já!
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kveðið á um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Heimsókn Ursulu von der Leyen til Íslands hefur endurvakið umræðuna um Evrópumál sem hefur tekið talsvert pláss á hinum ýmsu miðlum. Undirrituðum sýnist sem svo að kosningabaráttan fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu sé farin á fullt, ekki síst fyrir tilstuðlan minnihlutans á þingi sem hefur þó hingað til verið alfarið andvígur því að þjóðin fái að segja sitt í þessu mikilvæga máli.