
Gamla verslunin í Vaglaskógi jöfnuð við jörðu
„Það eiga margir góðar minningar um þessa verslun,“ segir Helen Jónsdóttir en gamla góða búðin í Vaglaskógi var jöfnuð við jörðu nýverið. Allt var tekið nema hellan fékk að vera og væntir Helen þess að eitthvað verði gert á staðnum. „Vonandi verður settur upp fallegur áningarstaður þarna, með borðum og bekkjum og jafnvel skilti sem greinir frá sögu verslunarinnar.“